Enginn hnefaleikakeppni í Laugardalshöll 16. nóvember næstkomandi

Vegna villandi auglýsinga frá Hnefaleikafélagi Reykjaness ( B.A.G.), rangfærslna og útbreidds misskilnings varðandi fyrirhugaða hnefaleikasýningu í Laugardalshöll þann 16. nóv næstkomandi,vill Hnefaleikafélag Reykjavíkur koma eftirfarandi á framfæri.

Ekki er um keppni að ræða, heldur sýningu þar sem Hnefaleikafélag Reykjanes er ekki með leyfi frá Hnefaleikanefnd Ísí til að halda keppni í hnefaleikum.
Ekki er um neina “landskeppni” að ræða heldur munu 5 hnefaleikarar úr Hnefaleikafélagi Reykjaness etja sýningarbardaga við hnefaleikara úr Hortons Gym í Duluth, Minnesota. Erlendu hnefaleikararnir koma ekki hingað á vegum “landsliðs” Bandaríkjana, heldur sýna hnefaleika fyrir hönd síns heimafélags.

Auk þess skal það tekið skýrt fram að Guðjón Vilhelm er ekki landsliðsþjálfari í hnefaleikum, né er um neitt “landslið” að ræða á fyrirhugaðri sýningu!
Hnefaleikafélag Reykjavíkur sem er fjölmennasta hnefaleikafélag landsins kemur hvergi nærri þessum viðburði né önnur hnefaleikafélög á Reykjavíkursvæðinu.
Hnefaleikafélag Reykjavíkur vill hinsvegar óska félögum úr Hnefaleikafélagi Reykjanes (BAG) og Hortons gym, Duluth, Minnesota góðrar stundar á fyrirhugaðri sýningu.

Stjórn Hnefaleikafélags Reykjavíku