Ég er núna að passa frændsistkyni mín í rúmlega viku og hef aldrei gert svona áður. Ég er með þau allann daginn og það er svolítið erfitt á köflum að hverfa frá því að vera ung og barnlaus kona í að vera 3 barna móðir. Annar strákurinn er 5 ára og er svolítið að spá alltaf í öllum hlutum og núna í morgun spurði hann mig uppúr þurru…….. Hvað er lífið, hvað þýðir lífið? Er það hjartað í manni? Ég sagði nei.. það er eiginlega ekki hjartað það er svona….já eiginlega…eða sko ef maður deyr….eða vá ég veit það ekki. og Ég gat ekki útskýrt fyrir drengnum hvað lífið þýddi! Þetta er ein erfiðasta spurning sem ég hef fengið! Ég fann ekki orðin til þess að lísa þessu. Getur einhver hjálpað mér að svara pjakknum!
Kveðja Sigga