Ég las nákvæma lýsingu á spangarnuddi úr bók sem hetiri Upphafið eftir Huldu Jensdóttur, en ég fann ekki bókina en fann hinsvegar smá af www.ljosmodir.is Og hér má sjá allann þráðinn (
http://ljosmodir.is/?Cat=21&ID=1041&Page=FAQ ) en það er talað um að það eigi ekki að byrja á þessu fyrr en um 34. viku.
Hérna eru leiðbeiningar:
-Sittu eða liggðu í þægilegri stellingu. Heitt bað eða heitur klútur á spangarsvæðið í 10 mínútur fyrir nuddið getur auðveldað slökun.
-Við nuddið þarf að nota olíu og/eða sleipiefni. Settu olíu, t.d. olívuolíu eða spangarolíu eða K-Y gel (fæst í apótekum) á þumalfingurna og á spangarsvæðið.
-Settu þumalfingurna vel inn í leggöngin og þrýstu þeim niður og færðu til skiptis til hliðanna og til baka að miðju þar til þú finnur fyrir smá sviða eða óþægindum. Haltu áfram að þrýsta í u.þ.b. 2 mínútur eða þar til þú finnur fyrir dofa á svæðinu. Andaðu hægt og rólega og reyndu að slaka á grindarbotnsvöðvunum. Haltu áfram að þrýsta niður þumalfingrunum og nuddaðu rólega og mjúklega upp til hliðanna og til baka að miðju aftur með U-laga hreyfingu í 3 mínútur.
-Slakaðu á og endurtaktu einu sinni.
-Þegar þú ert kominn upp á lagið með nuddið getur verið gott að gera grindarbotnsæfingar um leið. Það þjálfar grindarbotnsvöðvanna og hjálpar þér að þekkja þá.