Uppeldi á íslenskum börnum þarf að laga virkilega mikið.

Það eru kannski fáir sem taka eftir þessu en ég sé þetta greinilega þar sem ég bý í stóru sambýlishúsi með löngum göngum(hjónagarðar)

Þegar ég kem heim úr skólanum kem ég inn þar sem póstkassarnir eru og Fréttablaðsberin og póstberin láta bara blöðin þarna hliðina á, sparar þeim vinnu og maður tekur þau ekki krumpuð og rifin útúr kassanum.
Í 75% tilvika þá er búið að rífa og tæta alla bækling og blöð og púið að sparka þeim útum allt gólf.

Á ganginum er svona lítið setuhorn. Þar eru oft fullt af rusli og dóti sem krakkar skilja eftir eftir að hafa verið að leika sér þarna og svo koma aðrir krakkar og vilja leika sér að dótinu og dreifa því um allt hús og svo eru endalausar auglisýngur um að þetta sé tínt og hitt!!!

Fólk VAR mjög gjarnt á því að geima skó, hlaupahjól og þannig dót fyrir utan hurðina(á ganginum) svo koma lítil börn, taka það, skemma og svo skilur það það eftir hinum megin í húsinu.

Veggjakrot kemur upp en að vísu áskaðlega sjaldan. Ýmist með tússi, trélitum eða jafnvel vaxlitum.

Hvað finnst ykkur um svona aga?