Stelpan mín fór í 5 mánaða sprautuna í gær. Hún fékk nú engan hita en henni leið ekkert vel í nótt. Hún var alltaf að bylta sér og svaf illa. Svo í morgun þá setti ég óróan hennar (svona sem snýst í hringi og spilar lag) yfir rúmið hennar á meðan ég fór á klósettið og svoleiðis. Þetta geri ég oft og hún skemmtir sér yfirleitt konunglega. En í morgun fannst mér svolítið skrítið að ég heyrði ekkert í henni fram. Ég flýtti mér því meira en venjulega og fór strax aftur inn til hennar. Þá lá hún alveg grafkyrr með tárin í augunum og þvílíkan skelfingarsvip og starði á óróann. Mér brá ekkert smávegis, því hún hefur alltaf haft svo gaman af honum. Ég flýtti mér að taka hann af rúminu og taka stelpuna mína í fangið og þá var allt í lagi. Hún er búin að vera svo lítil í sér í allan dag og vill bara vera í fanginu mínu.

En núna áðan prófaði ég aftur að setja óróan á rúmið hennar og þá var allt í lagi, bara ýkt fjör. Svo sofnaði hún. Vonandi líður henni betur þegar hún vaknar.
<BR