það er alltaf verið að tala um ofbeldi í kvikmyndum, en flestar teiknimyndir bjóða uppá ofbeldi, þannig að kannski ætti bara að fara að ritskoða það sem barnaefnið b´ður uppá, það fá flest börn að horfa á.

ég verð bara að fá að lýsa yfir, hvað ég tel þetta heimskulegt, við lærum ekki ofbeldi af sjónvarpi, við höfum ofbeldið í okkur, mikið, lítið eða eitthvað þar á milli.
ofbeldi er eitt að frumeðli mannsins, maðurinn er skepna/dýr og öll dýr innihalda eitthvað af ofbeldi í sér.

ef eitthvað er þá ættum við að ritskoða sjálfa okkur….
ég er ofbeldishneigð, en ég veit af því og stjórna því, passa mig vel.
eins og þegar ein kona grýtti í áttina að mér öskubakka og kallaði mig helvítis hóru, (veit ekki enn í dag afhverju en…. jæja…) á því augnabliki dauð langaði mig að rjúka í hana og kíla hana í klessu, berja hana til óbóta, en ég gerði það ekki, ég fór bara.
þar með ritskoðaði ég sjálfa mig.
enda hefði ég ekkert grætt á því að rjúka í hana.

ég ólst ekki upp við ofbeldi á heimili mínu,
né fékk ég að horfa á svoleiðis myndir.
ofbeldi er hluti af okkur, hefur alltaf verið það og mun alltaf vera það, misjafnlega mikið, en við þurfum að hafa stjórn á því, og kenna börnum okkar að hafa stjórn á því líka.
G