Núna er dóttir mín á forskólastigi í leikskólanum.
Hún verður 5 ára 30 des og fer í skóla næsta haust.
Börnin á þessu forskólastigi eru að byrja að læra um skólann og stafina og þess háttar sem er ábyggilega eins og á íslandi.
Hérna er verið að reyna að kenna börnonum að vera sjálfstæð, þau eiga að koma með einhvað til að smyrja sér sjálf 2 í mánuði, síðast þá kom mín með smjör, svo eiga þau sjálf að sjá um að hafa til matinn. Núna er hún í ferð með leikskólanum, þau fóru í gær og koma heim seinnipartinn í dag.
Þau fóru í skála og áttu að fara í skógarferð og einhvað meira.
Þetta er liður í að gera þau sjálfstæð.
Sonur minn fór í svona síðasta haust og honum fannst rosalega gaman.
Mín börn fengu sjálf að hafa til og ráða hvað þau tóku með af fatnaði og öðrum nauðsynjavörum (með smá afskiptasemi mömmu nottlega :)).
Málið er að mamma saknar hennar og það er pínu svona öðruvísi þegar maður fattar að maður er ekki alveg ómissandi og að litlu englarnir eru að fá vængi.
Eru einhver svona prógrömm eða einhverjar svona ferðir á leikskólum á Íslandi ?
Einhvað svona til að kenna þeim sjálfstæði?