veikindi barnanna núna er minn yngsti,hann Júlli búin að vera veikur,hann hefur haft astmatilhneygingu,svona sem kemur í kjölfarið á kvefi eða með víruspestum en í þetta skiptið var hann bara allt í einu með bullandi asthma og endaði með sjúkrahússinnlögn í einn sólarhring til þess að hægt væri að hefja meðferð af fullum krafti(það er ekki hægt/erfitt heima),en það sem er svo skrítið er það að hann er eins og annað barn,hann bara hangir í mér(ég var hjá honum ALLAN tímann á spítalanum)vill ekki mikið vera hjá pabba sínum ,grætur út í eitt ef hann fær ekki ALLT sem hann vill osfrv.

ég veit reyndar að þetta er bara tímabundið og er ekkert að leyta eftir neinum ráðum en er svona velta fyrir mér hvað þetta er í raun merkilegt….þarna fær maður “sönnun” á því hvað maður er “mikilvægur”(eins og mann vanti hana……tíhí)en ég myndi ekki vilja vera í sporum pabbans…hlítur að vera óþolandi ef að barnið manns alltí einu vill mann ekki :(

Svo á ég líka einn tæplega 7 ára,Björn Bjarka, og hann er líka eins og “umskiptingur” ef að bróðir hanns veikist(hefur verið nokkrum sinnum frá því hann fæddist)hann byrjar með allskonar takta sem að hann sýnir ekki venjulega grenjar útaf öllu osfrv. ég hef verið að spá í hvort það sé eitthvað samhengi á milli þess og þess að Björn var sjálfur oft veikur þegar hann var svona lítill og fékk því mikla athygli á meðan(eðli málsins samkvæmt)

Stelpurnar taka þessu hinsvegar með jafnaðargeði ;)

annaðhvort er þetta eitthvað sem er persónubundið(líklegast) eða þá að munur kynjanna er mikill…..maður kannast nú við það er eiginmaðurinn er lasinn….LOL

en nú fer vonandi allt að fara á betri veg……vona að allir skemmti sér(og öðrum) vel um komandi ferðamannahelgi(ég verð heima veð litla veika ungann……..og nýt þess ;)

kveðja
harpajul
Kveðja