Ég ætla að vyrja á því að segja að ég var á vakt á vorsýningunni okkar í Myndlistaskólanum á Akureyri. Ég átti að vera á vakt í málaradeildinni í salnum þar í tvo tíma. Lokaverkið mitt hékk þarna rétt hjá þar sem ég stóð og ég verð að segja að ég var ALSÆL með það verk sem var 11 málverk 24*30 cm hvert=2 seríur af börnum. Þetta er af 2 börnum að segja nafnið sitt, aþnnig að munnurinn á þeim breytist og segir hvern staf í nafni þeirra. Myndirnar af stráknum segja hans nafn sem er Ingvar og hinar segja Sirrý…semsagt I-N-G-V-A-R o.s.frv. Þarna var stelpa/kona með nokkurra mánaða gamlan son sinn. Hann byrjar að hjala og hlæja dúllulegum hlátri alveg á fullu þegar hann sér verkin mín…við sprungum af hlátri og svo var þetta svo sætt, og annað fyndið við það- þessi litli strákur heitir líka Ingvar :D Hann leit ekki af verkunum því að á þessum verkum eru börnin hálfbrosandi :D á meðan þau segja nafnið sitt. Þetta eru myndir af columbískum frændsystkinum mínum og þessi verk höfðuðu jafnmikið til ungra sem aldna :) ég er MJÖG ánægð en vildi að ég hefði getað fest barnið á spólu í videóvélinni minni sem hjalaði svona mikið, ég hef aldrei séð annað eins!!!!!!! Þetta var alveg frábært. Mamman gekk um salinn og þegar hún var komin hringinn með strákinn þá byrjaði hann að hjala aftur og hlæja!!!! Þvílík hrifning á verkunum mínum. Svo stoppaði fólk lengi fyrir framan verkin og veltu þeim fyrir sér :) þetta vakti mikla lukku :) Svo fóru aðeins eldri börn að leika sér að stafa myndirnar.´..það voru börn sem voru nýbúin að læra að lesa! Kennarinn minn var mjög mjög stoltur af þessari hugmynd minni :) og kallaði mig litla hugmyndafræðinginn sinn :D