jæja þá er farið að styttast í skólalok hjá grunnskólabörnum(er samt ekki fyrr en 10.júní hjá mínum börnum sem að mér finnst persónulega fullseint) en er þetta FRÍ hjá börnunum?

allavega þá er búið að plana sumarið fram til 19. júlí hjá mínum krökkum!!! og þá er eftir “frí” með fjölskyldunni og svo amk.2 vikur í frí með pabba þeirra og fjölskyldu.

Fyrst fara þau í sumarbúðir og svo tekur við sundnámskeið,fótboltaskóli,smíðavöllur og skólagarðar,svo förum við í viku í sumarbústað og veiði(kanski má kalla það “frí” en samt…)

ég man eftir því þegar skólinn var búinn þegar ég var í grunnskóla(um miðjan mai)þá var FRÍ í 3 mánuði!!!!
eitt sumarið fór ég í skólagarða og annað á smíðavöll og svo fór ég 2-3 sumur í viku í sumarbúðir.

ég veit vel að það eru margir sem hreinlega hafa ekki önnur úrræði en að nota námskeið og aðra gæslu allt sumarið og er ekki að gagnrýna það,málið er bara að það er svo margt í boði að maður verður hálfruglaður :s

það er í umræðunni hjá mínum börnum að fara líka í fimleikabúðir og boltaskóla og jafnvel free style námskeið í byrjun ágúst en ég er nú ekkert tilbúin til að taka ákvörðun um það strax……

frá mínu sjónarhorni er freistandi:jóganámskeið fyrir börn,myndlistarskóli og enskuskóli,vá það er sko mikið í boði….

Svo er annað og það eru kröfurnar sem börn á þessum aldri gera VÁ!!! ég meina það “verða” allir að eiga : reiðhjól(helst 21 gíra fjallahjól),hlaupahjól,línuskauta og hjólabretti……(að ég tali nú ekki um allt hitt sem flokkast ekki undir “faratæki”)
og helst nýtt hjól á hverju sumri(þarna er ég ekki að tala um mín börn þau eru enn á hjólunum sem þau fengu í fyrra og hitteðfyrra)
þetta er bara svona það sem maður sér í kringum sig og þar sem maður þekkir til.

æi þetta eru bara svona pælingar kanski er einhver annar í sömu/svipuðum pælingum

mbk
harpajul
Kveðja