Ohhh,ég fann svo sætt sem ég fékk frá krökkunum mínum(eldri) þegar þau voru 2 og 4 ára (sko amma fór með þeim í búðina ;) )


Elsku mamma og pabbi!!!


*Ég er með svo litlar hendur.
Ég ætlaði ekki að hella niður mjólkinni

*Fæturnir á mér eru svo stuttir.
Farðu hægar svo ég getir fylgt þér eftir.

*Ekki slá á hendurnar á mér þegar ég snerti eitthvað fallegt.
Ég skil það ekki.

*Horfðu á mig þegar ég tala við þig.
Þá veit ég að þú ert að hlusta.

*Ég hef viðkvæmar tilfinningar.
Ekki vera alltaf að skamma mig,leyfðu mér að gera mistök,án þess að mér finnist ég vera vitlaus.

*Ekki búast við að myndin sem ég teikna eða rúmið sem ég bý um verði fullkomið.
Elskaðu mig bara fyrir að reyna.

*Mundu að ég er barn,ekki lítil fullkomin vera.
Stundum skil ég ekki það sem þú segir.

*Ég elska þig svo mikið.
Elskaðu mig bara fyrir að vera ég ekki eitthvað annað.



Mér finnst þetta svo krúttlegt,þetta hafði farið í kassa með einhverju “drasli” síðast þegar ég flutti en nú fer þetta sko aftur uppá vegg!!
Kveðja