Hvernig er hægt að ljúga svona að barninu sínu.

Mamma mín á vinkonu í útlöndum sem átti barn með einhverjum sætum spænskum gaur sem hún kynntist í djamminu. Hann sagðist vera tvítugur eða eitthvað en hún komst svo að því að hann væri yngri. Þau entust ekki lengi.. voru samt í sambandi í smá tíma skilst mér.

Allavega, mamman fór svo með barnið til Ameríku og kynntist manni þar og þau giftust og blablablablabla og eignuðust tvær dætur saman. Ein dóttirin er með sykursýki og þarf að láta sprauta sig á hverjum degi en það er önnur saga.
Eldsta dóttirin (s.s. barnið.. sem ég var að tala um áðan) hún hélt í fjórtán ár að þetta væri alvöru faðir hennar þótt hún hafi litið allt öðruvísi út en systur hennar sem eru hálf amerískar.

Ég spyr bara.. hvernig er hægt að ljúga að barninu sínu svona í mörg, mörg ár um eitthvað svona stórt, ég veit ekki með ykkur en ég gæti það ekki.

Foreldrarnir ákváðu svo að segja henni vegna þess að alvöru pabbi hennar hafði komið til þeirra og beðið um dóttur sína. Mamman vissi ekkert hvað hún átti að gera og þau ákváðu að segja henni þetta. Við erum að tala um 14 ára stelpu, ekki 4 ára. Hvernig myndi ykkur líða ef þú kemst allt í einu að því að þú eigar annan pabba og að þau hafi verið að ljúga að þér í öll þessi ár!

Stelpan grét og grét og grét þegar þau sögðu henni þetta en hún tók þessu ekki eins illa og þau höfðu verið að búast við.
Hún sagðist ekki vilja sjá alvöru föður sinn og ætlaði bara að láta eins og hún viti þetta ekki.

Mamma þessarar stelpu er mjög góð vinkonu mömmu minnar og mamma sagði mér þetta…. Þessi saga er sirka svona, gæti verið að ég hafi gert einhver detail aðeins öðruvísi en þetta er það sem ég man….

Finnst ykkur ekki fáránlegt að bíða svona lengi með að segja barninu sínu eitthvað svona?
kengúúrúúú-íííís