Ég á ofvirkan dreng, 8 ára, sem mér finnst að samfélagið sé að hafna vegna þess að hann fellur ekki inn í eihvern “staðlaðan” grunn!!! Mér finnst að lyfjagjöf,þótt oft beri hún árangur, vera orðin svo mikið haldreipi að ef hún virkar ekki þá er bara ekkert hægt að gera. Sonur minn fór á þetta rítalín (sem af sumum er talið algert undralyf, amfetamínskilt)og hætti að borða og varð hræddur við allt og bara hreinlega ímyndunar veikur, sá skrímsli og allt! Og núna er ekki hægt að hafa hann í skólavistun því hann er of erfiður, ekki í sundi eða íþróttum eða nokkru öðru.Alsstaðar þar sem ég tala við fólk geng ég á veggi! Ég hef ekki fengið neinar úrbætur neinstaðar. Ég get hreinlega öskrað stundum , mér finnst að það sé tekið á þessum vanda með því að taka EKKI á honum. Ég tek það fram að hann er ekki “mikið” ofvirkur (ofvirkni er mjög misjöfn)hann getur verið mjög ljúfur og góður.Hann ræðst ekki á aðra krakka eða neitt svoleiðis , hann þarf bara MIKLA ákveðni.Ég hef aldrei fengið neinar ummönnunarbætur né neitt svoleiðis og ég verð að viðurkenna að mér finnst á brattan að sækja í því bara hreinlega að fá að vita hvað ég á að gera???
ER EINHVER SEM GETUR HJÁLPAÐ MÉR.???Það eina sem ég vil er að sonur minn geti lifað nokkuð eðlilegu lífi en höfnunin sem hann fær allstaðar er alveg að fara með hann. Og það sem að hann tekur nærri sér tek ég tvöfalt meira nærri mér.Öll ráð væru vel þegin.
Takk fyrir .