Snorri Sævar er kominn núna á það stig að hann spyr um allt milli himins og jarðar.

T.d. Hvað borða sum dýrin? Einn daginn hljóp hann til mín og tilkynnti mér það að himininn væri brotinn!! :o)
Þá var svona “Þoturák” á himninum og hann hélt sem sagt að hann væri að brotna í sundur…ha ha..

En núna eru það miklar vangaveltur varðandi ömmu Ragnhildi, þ.e. mömmu mína sem lést langt fyrir aldur fram 8 mánuðum áður en hann fæddist, þá aðeins 50 ára gömul.

Hann talar mikið um það að hún sé dáin, hún er uppi á himnum hjá Guði.
Ég veit ekki hvort hann skilur þetta eitthvað.

En hann fékk mig nú til að fá tár í augun um daginn.
Þegar hann var greinilega búinn að hugsa svolítið um hana og sagði svo við mig að hann vildi fara og “bjarga” ömmu Ragnhildi aftur frá himnum, þá væri hún ekki dáin lengur.

Hversu mikið segir maður 3 ára barni um svona lagað og hversu mikið skilja þau?

Hann hefur ekkert minnst á þetta núna í soldinn tíma og þetta kemur eiginlega bara ef að hann heyrir minnst á nafnið hennar eða ef hann sér mynd af henni.
En það kemur svona svipur á hann og tónn þegar hann talar að hann vorkennir henni alveg voðalega, held ég.

Honum finnst það svolítið skrítið að mamma mín sé dáin.
Kannski finnst honum það óþægileg tilhugsun, veit ekki.

Hún dó úr krabbameini, en ég hef ekkert sagt honum frá því.
Sagði bara að hún hefði verið alveg ofsalega veik og þurft að fara á spítala og það hefði bara ekki verið hægt að bjarga henni og henni liði miklu betur núna uppi hjá Guði.

En hann vill halda því fram að hún hafi “dottið” og dáið.
:o)
Hjartans kallinn, er ekki alveg að skilja þetta mál.

Mér finnst ég búin að útskýra fyrir honum það sem mér finnst að hann megi fá að vita og hefur kannski ekkert gott af því að vera að velta sér of mikið upp úr þessu….eða hvað?

Ég var ekkert búin að pæla í því hvernig ég myndi útskýra þetta fyrir honum, þ.e. með látna ættingja og ástvini.

Ef að einhver hefur svipaða sögu að segja eða hefur gengið í gegnum svipað, endilega látið mig vita hvernig þið fóruð að því að tala um þetta við börnin.
kveðja