Ráð til foreldra Jæja nú var ég með strákinn minn í 8 mánaða skoðun í morgun(hann dafnar þvílít vel,búin að þyngjast um 1,3 kg og lengjast um 4,5 cm á 2 mán.*montmont*) og ég bara hreinlega verð að deila með ykkur smá blaði sem hjúkkan lét mig fá en á því eru “gömul” sannindi eða svona ráð sem eiga samt enn fullan rétt á sér:

Ráð til foreldra

* Reyndu að koma á reglulegum matar og svefntímum

*Hafðu fáar en ákveðnar reglur.Útskýrðu vel fyrir barninu hvað má og hvað má ekki

*Gefðu þér tíma með barninu áður en það fer að sofa á kvöldin.Byrjaðu snemma að lesa fyrir háttinn.

*Gefðu þér tíma til að tala um atburði dagsins.Það er sérlega mikilvægt að hafa komið þeirri venju á þegar barnið eldist.Þannig lærir barnið að tala og tjá sig um málefni sem því liggur á hjarta í stað þess að taka það með sér í rúmið.

*Hugsaðu útí að barnið þitt ber með sér minningar bernskunnar allt sitt líf.Leggðu því áherslu á að eiga góðar og ánægjulegar stundir með barninu á hverjum tíma

*Segðu aldrei ljót eða niðrandi orð við barnið þitt, það man þau.

*Farðu varlega í að stríða eða ögra barninu.Það er ekki víst að það sé komið á það þroskaskeið að það skilji að þú ert bara að stríða.

*Notaðu aldrei hæðni við börn,það gerir þau óörugg.

*Lestu þér til um það þroskaskeið sem barnið þitt er á,á hverjum tíma.Vitneskjan gefur þér öryggi og til finningu fyrir hvað ætla megi af barninu.

*Talaðu aldrei illa um hitt foreldrið í návist barnsins.Þú valdir þetta foreldri og getur sjálfum þér um kennt en ekki barninu.

*Ef þú býrð ein(n) með barninu,mundu að barnið á rétt á að þekkja og umgangast báða foreldra,svo og ættingja föður og móður.

*Reyndu að hugsa vel um sjálfan þig jafnvel á meðan annirnar eru sem mestar í foreldrahlutverkinu.Ánægt foreldri er betra en útbrunnið foreldri.

*Hikaðu ekki við að leyta þér aðstoðar ef þér finnst þú vera óviss með hvort eitthvað sé í lagi eða ekki.


Ég veit ekki með ykkur en ég hafði bæði gagn og gaman af að lesa þetta.
Kveðja