Jæja, í dag er strákurinn okkar 3 ára! :o)
Stóri strákurinn..hehe…

Það átti að halda barnaafmæli um helgina en á föstudagskvöld var hann orðinn veikur og laugardagsmorgunn fórum við með hann á Læknavaktina og þar var hann greindur með Skarlatsótt (Streptókokkasýkingu).
Við hjónin vorum nú bara eitt spurningamerki, úff bara… Skarlatsótt, okkur fannst það bara vera einhver sjúkdómur frá miðöldum!!! ha ha ha…
En, mikið rosalega er þetta mikið í gangi núna. Tvær vinkonur mínar voru líka með veik börn með Streptókokkasýkingu í hálsi og enn fleiri af leikskólanum.

Ég fann hérna smá lýsingu á Netdoktor um hvernig þetta er:

Hvað er skarlatssótt?

Skarlatssótt lýsir sér í útbrotum sem myndast í tengslum við hálsbólgu. Þetta orsakast af ákveðinni bakteríutegund s.k. streptókokkum (keðjukokkum). Sjúkdómurinn er algengastur hjá börnum, en getur einnig komið fram hjá fullorðnum. Einkenni sjúkdómsins eru útbrot og rauð tunga, sem minnir einna helst á jarðaber í útliti, þ.e. eldrauð með smáum upphleyptum bólum. Sjúkdómurinn er meðhöndlaður með sýklalyfjum og er oftast hættulaus.

Hver eru einkennin?

Hálsbólga með særindum í hálsi þegar kyngt er.
Hiti.
Útbrotin byrja í andlitinu, en koma sjaldan umhverfis munninn. Útbrotin breiðast síðan um búkinn, handleggi og fætur en hverfa síðan aftur á 3-5 dögum.
Tungan verður rauðog líkist jarðaberi; jarðaberjatunga.
Húðin getur flagnað eftir 5-7 daga, aðallega á baki, í lófum og á iljum

Þannig var nú það! :o)

Tengdó sagði mér frá því að þegar mamma hennar var lítil þá fékk hún Skarlatsótt og talaði oft um það við börnin sín þegar hún varð fullorðin, því að í þá daga þá var fólk sett í einangrun!
Hún greyið var sett í einangrun og upplifði þetta alveg hræðilega.
Og vegna þessa þá fékk tengdó alveg fyrir hjartað þegar við sögðum henni og afanum að strákurinn væri með Skarlatsótt!! ha ha..
Greyið, hún sá bara fyrir sér sóttkví og læti!! lol

Núna er hann orðinn hitalaus og má fara á leikskólann á morgun er mér sagt (skv. læknisráði).
Greyið litli kallinn hann var svo súr að fá ekki að fara á leikskólann á afmælisdaginn sinn og þar er flaggað fyrir afmælisbarninu og fær kórónu. En því er frestað til morguns bara.
Sá verður lukkulegur.

Alla vegna… vildi bara segja frá þessu og spyrja um leið hvort að þið hafið orðið vör við svona mikil veikindi af þessum orsökum undanfarið?

kveðja
honeybun
kveðja