Fékk þetta sent, endilega forwardið þessu!
——–

STÓRTÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓ SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 13. JANÚAR
Í HÁSKÓLABÍÓ TIL STYRKTAR STYRKTARFÉLAGI KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA!

Íslenskir stórpopparar og súperbönd hafa síðustu ár komið saman í
Háskólabíói einu sinni á ári og spilað til styrktar Styrktarfélagi
krabbmeinssjúkra barna. Síðustu ár hafa tónleikarnir safnað hátt á 6
milljón
króna til handa málstaðnum.

Þetta árið er engin undantekning og hafa hljómsveitirnar
Sálin hans jóns míns
Jet Black Joe
Ný Dönsk
Á móti sól
Írafár
og Í svörtum fötum boðað komu sína.
Sem og söngvararnir
Védís Hervör
Svala Björgvins
Páll Rósinkranz
Jóhanna Guðrún

Tónleikarnir byrja klukkan 20:00 og standa til 22:00. Forsala er hafin í
Háskólabíói og kostar miðinn aðeins 2000 krónur. Síðustu ár hefur iðulega
selst upp og komast færri að en vilja. Mælt er með því að fólk tryggji sér
miða í tíma.

Komdu og skemmtu þér með allri fjölskyldunni og leggðu góðu málefni lið.
Aðgangseyririnn er afhentur SKB í hlé tónleikanna!

ÞESSIR TÓNLEIKAR ERU EINSTAKIR FYRIR ÞAÐ AÐ HÉRNA GEFA ALLIR VINUNA SÍNA.
TÓNLISTAMENN OG TÆKJAMENN SEM OG STARFSFÓLK HÁSKÓLABÍÓS.