Ég held að ég sé ekkert neitt svo mikil “súper”mamma eða neitt þannig en ég er að velta fyrir mér smá hlut:
þannig er að í dag þá kom strákurinn minn ,sem er 6 ára, heim úr skólanum og vildi fá að fara til vinar síns með nokkrar ýlur og stjörnuljós sem hann átti síðan á áramótunum…maðurinn minn þverneitaði og strákur fór fúll út.(Vini hans fannst við mjög skrýtin!!)
Svo seinna í dag,eftir að sonur minn var komin frá þessum vini sínum,þá komu tvær bekkjarsystur hans að spurja eftir honum og voru að biðja hann að koma út og sprengja með sér!!Ég auðvitað aftur “vonda” mamman og hann fékk ekki að fara út.
Nú kemur pælingin:er fólki virkilega alveg sama hvað börnin þeirra eru að gera þegar þau eru úti að leika eða hvað? Þarna komu 3 , 6 ára börn (bara í dag) sem fannst alveg sjálfsagt að þau mættu vera ein með “sprengjur” huhumm er þetta alveg í lagi? eða hvað?
Kveðja