Jæja nú er gamlárskvöld í kvöld og allir að fara að sprengja upp og leika sér með stjörnuljós og þess háttar,það er ótrúlega mikilvægt að passa börnin vel og lofa þeim alls ekki að \“prufa\” neitt sem gæti verið hættulegt…..minn sem er sex ára er sko viss um að hann geti þetta allt sjálffur en við foreldrarnir erum nú ekki á sama máli ….. :)Þeir fóru nú í gær feðgarnir að kaupa sprengju o.þ.h og sá stutti kom heim með öryggisgleraugu voða montinn,þau eru eflaust mjög mikilvæg.
Hér er smá ábending af netdoktor:

Fylgið ábendingunum hér að neðan um meðferð skotelda og stuðlið þannig að slysalausum áramótum!

Undirbúningur:
Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja með skoteldum, því þá á að meðhöndla á mismunandi hátt.
Breytið ekki eiginleikum skotelda með því að taka þá í sundur eða setja þá í ílát.
Geymið skotelda á öruggum stað. Ekki í raka eða við hitagjafa.
Gætið vel að gæludýrum – þau eru viðkvæm fyrir hávaða.
Veljið ábyrgan aðila til að stjórna aðgerðum á skotstað.
Hvað þarf:
Öryggisgleraugu og hanska.
Forðist að vera í eldfimum fatnaði.
Hólk til að skorða flugelda
Slétt og stöðugt undirlag á opnu svæði fyrir skotkökur/gos o.þ.h. Forðist að setja á klaka.
Sjúkrakassa til taks.
Þegar skotið er upp:
Kveikið í skoteldum með útréttri hendi – bogrið ekki yfir þeim.
Hafið sérstakar gætur á börn séu ekki fyrir.
Víkið strax frá eftir að kveikt hefur verið í skoteldum – haldið öðrum í fjarlægð.
Reynið ekki að kveikja aftur í skoteldum sem áður hefur verið kveikt í.
Gerið viðeigandi ráðstefanir vegna mögulegrar eldhættu af völdum skotelda, td. að hafa glugga lokaða.
Bannað er að skjóta skoteldum upp við bálkesti.
Stjörnuljós og handblys:
Látið börn aldrei meðhöndla stjörnuljós á eftirlits fullorðinna.
Látið börn aðeins hafa eitt stjörnuljós í einu.
Haldið stjörnuljósi og handblysi frá líkama.
Handblys eru varasöm börnum og unglingum.
áramótakveðja
harpajul
Kveðja