Ég var að leita á netinu yfir það hvaða jólasveinn kemur fyrst og svo koll af kolli.. :o)
Þetta er fyrsta árið sem að strákurinn minn setur skóinn út í glugga og ég verð nú eiginlega að vita hvaða jólasveinn kemur hvenær! haha…

Ég hef heyrt skemmtilegar sögur að fólk hefur sett skyrdollu út glugga þegar Skyrgámur kemur, kerti þegar Kertasníkir kemur ofl. þess háttar. Og þá hefur svo barnið orðið frekar hissa þegar jólasveinninn er búið að borða skyrið og taka kertin morgunin eftir… sniðugt!

Ég veit að sá fyrsti kemur 11.des. en hvernig er hægt að muna alla rununa!
Maður verður bara líklegast að prenta út listann og hengja upp inni í kústaskáp ! lol

Ég var líka að leita að því hvað hvert kerti er kallað á aðventukransinum. Ég var búin að finna það….en er búin að týna því aftur! :o) Ég man eftir því að eitt er Spádómskertið og líka Betlehemskertið…held ég!!?

Ef að þið eruð með þetta, þá endilega látið mig vita…
Ég er rata alltaf inn á sömu síðurnar, sem að eru EKKI með þessar upplýsingar sem mig vantar..
Endilega líka segið frá einhverjum skemmtilegum jólahefðum sem að þið vitið um. Það er svo margt til og margar skemmtilegar hefðir í gangi.
Svo hefur fólk það bara sem að passar við sína fjölskyldu. :o)
kveðja