Ég skrifaði hérna grein fyrir nokkru, um að ég væri eiginlega sjúk í að eignast barn:) Ég fékk skemtileg svör og sem nýttust mér vel, því ég var ekki ein á báti. Ég komst að því að nokkrir í viðbót könnuðust við þessa tilfinningu að langa rosalega í barn, jafnvel það mikið að þeir geta ekki hætt að hugsa um það.

Mér fannst ég samt sem áður ekki vera venjuleg. Ég gjörsamlega get ekki hætt að hugsa um þetta, gekk það langt að ég fór á bókasafnið og leigði mér bókina móðir og barn (sem ég get ekki slitið mig frá). Og mér finnst þetta vera svolítið ýkt!

En ég er að sækja einskonar sálfræðing/félgasráðgjafa út af eigilega engu. Við bara spjöllum um lífið og tilveruna einu sinni í viku. Og ég var ekki viss hvort ég ætti að þora að segja henni frá þessu, en lét svo vaða. Og þegar ég var búin að segja henni allan sannleikan, þá brosti hún bara og sagðist sjálf kannast við þessa tilfinningu og að hún væri fullkomlega eðlileg. Hún sagði að margar konur ganga í gegnum svona tímabil einhverntíman á lífsleiðinni, bara misjafnlega sterka tilfinningu. Hún sagði líka að þetta væri líkaminn að senda mér skilaboð um að núna sé allt tilbúið í líkamanum til að fara að eiga börn! En sagði mér jafnframt líka að maður eigi ekki að fara að eiga börn leið og maður finnur þessa tilfinningu, heldur að hugsa um aðstæður blabla bla þið vitið afganginn!!!

En ég var svo glöð að heyra þetta. Ég labbaði brosandi út og fann þungt hlass fara af bakinu á mér!:)
Kveðja Sigga