Mig langar að forvitnast hvenær þið fóruð fyrst með börnin ykkar til tannlæknis?

Minn strákur verður 3 ára í janúar og það var verið að benda mér á það að fara með hann bráðum til tannsa. :)

Hann er reyndar með mjög fallegar og hvítar tennur, við erum dugleg að passa upp á að bursta reglulega.

En hann var svo lítill þegar hann byrjaði að fá tennur bara rúml. 3 mánaða, ætli tennur á börnum sem að eru svona ung þegar þau fá þær - skemmist frekar heldur en á öðrum börnum ?

Eru þau ekki bara alveg dauðhrædd að fara til tannlæknisins?
Vilja þau alveg fara upp í tannlæknastólinn og leyfa einhverjum ókunnugum að kíkja upp í munninn sinn ? :)

Ég á eftir að sjá minn “leyfa” það ! ha ha..

Endilega látið mig vita hvernig þið gerðuð þetta og hvort að maður fari bara til síns tannlæknis eða til barnatannlæknis.

Og líka með flúor-notkun barna, hvenær þau að fá svoleiðis (er einhver regla á því) og eru þá bara tennurnar penslaðar með þessu “gula” flúori hjá tannlækninum.. eða hvað??

kveðja
honeybun
kveðja