Mig langaði að vita hvort að einhver af ykkur gæti sagt mér einhverjar dæmisögur af því hvernig eldri börn bregðast við þegar þau fá ný systkin eða er sagt að þau eiga von á bróður eða systur. Nú eigum við hjónin 1 strák sem er að verða 3 ára og erum farin að “plana” annað. :o)
Hvernig er það, hafið þið eitthvað undirbúið eldri krakkana fyrir það, talað við þau um það hvernig þetta verði þegar nýja barnið komi í heiminn..
Ég spyr bara af því að ég er sjálf yngst af mínum alsystkinum (á nokkur yngri hálfsystkini en við ólumst ekki upp saman).
Ég var bara svona aðeins að spekúlera…vona að þið hafið einhverjar hugmyndir eða góð ráð…þegar að því kemur hjá manni…

takk…… :D
kveðja