Mig langar til að benda fólki á fjölskyldumorgna sem starfræktir eru í flestum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Fjölskyldumorgnar, eða mömmumorgnar eins og þetta var áður kallað, eru opnir öllum þeim sem eru heima með börnunum sínum. Hvort sem um er að ræða mömmur, pabba, ömmur, afa, frændur, frænkur eða aðra.

Í starfinu er lögð áhersla á mannleg samskipti og að barnafólk geti komið og átt notalega samverustund.

Oft er boðið upp á fyrirlestra um efni sem tengist umönnun barna, kynningar á málefnum sem snerta börn, fjölskyldur eða foreldra og margt fleira.
Alltaf er boðið upp á kaffi, te og spjall.

Fjölskyldumorgnar eru frábær staður til að hitta aðra foreldra, miðla reynslu sinni og fá miðlað af reynslu annarra, spjalla og kynnast leikfélögum fyrir börnin.

Nánari upplýsingar um fjölskyldumorgna má finna hér:
http://fjolskyldumorgnar.barnaland.is/

Kveðja
Tzipporah