Hæ, mig langar bara aðeins að segja frá þessum hugsunum sem skaut upp í hausnum um daginn.

Ég er ein af 10 systkinum, við erum öll sam-mæðra en feðurnir eru 2. Þannig er að ég á 5 hálfsystkin og þau eru öll eldri en ég og svo erum við 5 alskystkin og þar er ég næst elst. Af heildinni er ég barn nr. 7 og hef alltaf hugsað um mig þannig séð sem nr. 7 í röðinni en nú í dag þegar ég er að nálgast 30 ára þá fór ég eitthvað að velta þessu fyrir mér.

Ég er næst elsta barn föður míns en hef aldrei skoðað málið frá þeirri hlið að ég sé næst elsta systir yngri systkina minna. Ég veit ekki hvort þau hugsi málið þannig eða hvort þau spái nokkuð í þessum málum frekar en ég hef gert hingað til. Ég hef alltaf bara litið á okkur sem einn stóran systkinahóp og ekki fundist muna miklu á aldri þar sem eru bara 2-4 ár milli barna, elsti er fæddur 1959 og yngstu (tvíburar) eru fæddir 1979.

En jæja, ég er allavega búin að létta þessari pælingu af mér og ætla að spyrja systkini mín einhverntíman hvort þau hafi spáð í þetta…