En þar sem ég hef rosalega mikinn áhuga á nöfnum okkar Íslendinga get ég nú ekki orða bundist :)
Mér finnst alveg rosalega gaman að heyra hvað fólk heitir, fara í skírnir og bara allt sem tengist nöfnum!
Ég skrifaði mjög stóra ritgerð í mínu námi einmitt um þetta efni, nöfnin okkar, og á þeim tíma komst ég að mörgu sniðugu í sambandi við nafngiftir, auk þess að mynda mér mjög margar skoðanir á þessu málefni.
Hvað stríðni varðar, þá er það mín skoðun að börn stríða ekki öðrum börnum á því sem að þeim finnst eðlilegt. 6 ára barn sem byrjar í skóla og kemst að því að bekkjarfélagi þess heiti einhverju sem kallast “óvenjulegt” nafn, hefur hvorki vit né þroska til þess að dæma um það hvaða nafn er “skrítið” og hvað ekki.
Aftur á móti þegar barnið kemur heim úr skólanum, og segir foreldrunum frá nýja vininum sem heitir “óvenjulega” nafninu, er það undir foreldrinu komið hvernig það bregst við. Barnið áttar sig auðvitað á því ef að foreldrið tekur andköf og fer að setja út á nafnið, að það er eitthvað skrítið við það.
Einnig veit ég til þess að fullorðið fólk er mun skæðara á að setja út á nöfn annarra en börn. Fyrir börnunum þá er Jón bara Jón og Húnbogi bara Húnbogi. Aftur á móti er mun líklegra til að einhver fullorðinn, t.d. kennarinn eigi eftir að eiga erfiðara með að meðtaka seinna nafnið, (með fullri virðingu fyrir því).
Börnin læra það sem fyrir þeim er haft, og þess vegna er það oftar en ekki skoðanir foreldra, systkina og annarra utanaðkomandi áhrifa, sem verða til þess að barnið sér að eitthvað “óeðlilegt” við fólk, hvort sem það er nafn, kynþáttur, vaxtarlag eða eitthvað annað.
En eins og ég sagði, skemmtilegt umræðuefni og rosalega mikið hægt að ræða í sambandi við þetta! Nafnið er svo stór hluti af einstaklingnum :)