Góðan daginn
Þar sem umræðan sem var hér í gangi um daginn um ritalin fór soldið mikið í mig vegna fordóma gagnvart þessu lyfi langar mig til að segja ykkur frá minni reynslu af þessu lyfi en þannig er að dóttir mín sem er 9 ára var greynd ofvirk með athyglisbrest seinasta sumar og var hún sett á þetta lyf. Hún er allt annað barn í dag getur leikið sér og dundað eins og önnur börn og haft samskipt við önnur börn.

Mig var farið að kvíða fyrir jólunum því þau hafa alltaf verið erfið og leiðinleg því börnin eru alltaf svo spent, ok að vera spent en ekki skemmandi leiki fyrir öllum og bara skemma allt sem var búið að gera, hlaupandi út um allt, stökkvandi, tætandi og hvaðeina sem ég nenni nú ekki að telja upp hér og að skreyta jólatréið á þorláksmessu var eitt að því erfiðasta sem maður gerði og hún þessi elska eyðilagði alltaf allt fyrir systrum sínum með hamagangi og vitleysu sem maður reyndi allt hvað maður gat að koma í veg fyrir en þá var bara öskrað og æpt á alla.

Jæja en í ár eftir mikinn kvíða hjá mér ákvað ég nú að prufa að gefa henni ritalin 3 á dag eins og var búið að segja mér að gera en ég var alltaf í 2 og vildi hels ekki vera að gefa henni 3 en á þorláksmessu prufaði ég til að geta skreytt í ró og næði og hafa gaman af og vitir menn hún var eins og engill og hafði mjög gaman af þessu og það er í fyrsta skipti sem okkur fanst þetta virkilega gaman og allir ánægðir. ok svo kom aðfangadagur og við foreldrarnir með í maganum um hvernig kvöldið yrði og við gáfum henni 3 yfir daginn til að sjá hvernig kvöldiði yrði og það var frábært hún gat haft gaman af og vissi hvað hún fékk frá hverjum og svo var bara einn og einn pakki opnaður í einu í staðin fyri að opna alla pakkana allveg sama hver átti eins og hún gerði í fyrra og það sem mestu máli skipti henni leið vel.

Jæja nú eru þið sennilega orðin leið á að lesa þetta en ég vil bara biðja ykkur sem hafið svona mikla fordóma gagnvart þessu lyfi að lesa ykkur aðeins til og reyna að setja ykkur í okkar spor sem eigum börn sem þurfa á þessu lyfi að halda okkur finst ekki gaman að gefa börnunum okkar þetta en þau þurfa þess.

kveðja