Jæja dömur mínar og herrar,

Nú styttist óðum í þann merkilega viðburð sem margir Íslendingar hafa beðið eftir. Ég er jú að sjálfsögðu að tala um Diablo III.

Ég er hér kominn til að spyrjast fyrir um hvenær leikurinn opnast á íslenskum tíma. Ég er búinn að vera að grennslast fyrir á netinu og þetta er það sem ég fann.

For the European region, the game servers will go live at 00:01 CEST on May 15.

Samkvæmt mínum heimldum þá er CEST (Central European Standard Time) tíminn 2 tímum á undan íslenskum tíma sem ætti jú að þýða það að við Íslendingar getum byrjað að spila klukka 22:00 á morgun!

Ég vona að þetta sé ekki tómt þvaður hjá mér en endilega komið með eiitthvað uppbyggjandi feedback!

Heimildir:
http://www.diabloiiiblog.com/news/diablo-3-launch-details-europe-and-americas/
http://www.timeanddate.com/library/abbreviations/timezones/eu/cest.html