Hvernig væri nú að lífga þetta áhugamál? Það er nóg um að vera hjá Blizzard og það er hellingur af skemmtilegum og áhugaverðum íslenskum guildum í WoW. Þetta er nú einu sinni mmo leikur og við getum alveg myndað skemmtilegt íslenskt samfélag í kringum þetta.

Ég er með ákveðnar hugmyndir um hvað mætti gera hérna til að byrja með.
1) Breyta uppröðun. Það þarf að skrolla 50% af skjánum til að sjá greinarnar og enn lengra til að sjá alla korkana.
2) Taka út þessa stóru tilkynningu, allt sem kemur þar fram er að hægt að setja í lítin kassa í hliðina
3) Taka út þessa MoP mynd - content over banners
3) Taka út alla óvirku kassana. Frekar að hafa fáa en virka kassa frekar en að reyna massa allt og 90% af því er dautt.
4) Korkarnir eru það dauðir og WoW er með 3 mismunandi korka. Það má alveg sameina þetta. Auðveldara að finna efnið og það streymir betur. Allavega að blanda hjálp og almennar umræður.
5)Búa til kassa með lista yfir íslensk guild í WoW. Basic upplýsingar um guildið og link. Það eru ekki öll guild með heimasíður og því fín leið til að koma basic upplýsingum á framfæri.
6) Setja upp kassa með RSS-feedi fyrir MMO-champion, blue posts og/eða wowhead.com

Ef það er lítill áhugi fyrir þessu þá má endilega henda á mig tímabundnum admin réttindum og ég skal keyra á eitthvað af þessu og síðan má taka þau af.