Að spila shaman í Cataclysm er búið að vera borderline depressing. Leit ágætlega út í byrjun. Talent tréð leit vel út, fínt synergi milli spella og skemmtilegir hlutir sem hægt var að gera. Tréð var ekki of clunky og bauð upp á nokkrar skemmtilegar útfærslur án þess að vera í vandræðum. Þegar á hólminn var komið sást hinsvegar að tölurnar bakvið þessa talenta og spells voru ár og öldum á eftir öðrum healers.

Blizzard fór hægt í sakirnar og byrjaði á að boosta CH um 10%, þeir juku sömuleiðis GHW um 20% en juku mana cost um 10%. Þeir breyttu Mana Tide sem varð þess valdandi að shamans urðu mana battery fyrir aðra healers. Shamans voru enn á eftir og það endaði með að Blizzard boostaði talent að nafni Purification sem eykur healing um 10% upp í 25%. Mastery var mikið debate á forums og ekki á alla spells og það var ekki fyrr en í 4.1 að því var loksins breytt.

Shaman er frekar stationary healer og öll heal miða við að raidið sé huggað. Chain heal þarf að hitta lágmark 3 (pref 4) til að það borgi sig heal/mana og þú þarft lágmark 5 í Healing Rain. Samt sem áður ná aðrir healers að outheala shaman í hug phases.

Mana regn hjá shamans snýst sömuleiðis út á að eyða GCD til að halda upp Water Shield, á meðan aðrir healers eru að casta heals.

Shamans hafa hinsvegar stærsta single-target healið í leiknum með greater healing wave og earth shield í þokkabót gerir þá ágætis tank healers. Hinsvegar er það í 2/3 tilfella því Tidal Waves buffið er takmarkandi þátturinn og tank heal verður mun sveiflukenndara en t.d hjá Paladin. Það væri hægt að halda Tidal Wave uppi með Chain Heal, en það er mjög situation og healing loss ef það hittar ekki nógu marga eins og tilfellið er. Sérstaklega í 10 manna þar sem það er lítið sem ekkert notað.

Vandræðin með shamans voru orðin það mikil að top-end progression guild skyldu þá eftir á bekknum sem var gegn “bring the player, not the class” hugmyndinafræðinni sem Blizzard vildi ná fram.

Shamans í dag eru hálf clunky, fastir á milli þess að vera útrunninns support class en geta samt ekki staðið á eigin fótum. Talent tréð, sökum breytinga og nýrra talenta er ekki eins hreint og áður. Upphaflega var t.d hægt að velja Ancestral Swiftness fyrir instant ghostwolf og 130% movement speed. Auka talent point í Spirit Link totem og þörf fyrir Focused Insight fyrir Healing Rain gerði útaf við það þar sem Unleash Elements virkar ekki sem boost á healing Rain. Ghostwolf sem er stór hluti af Shamans er því ekki available nema í PvP.

Litlir hlutir eins og Water Walking var æðislegt þegar maður var að levela, hinsvegar þarf að casta því á hvern og einn party member og maður dismountast. Death Knights fá svo sama ability nema 1 takki, raid buff og ekkert dismount. Afhverju var það þá ekki uppfært hjá Shamans?

Far Sight er svosem skemmtilegur talent upp á lore en er aldrei notaður í Raids né PvP.

Spirit Link Totem er fín hugmund og getur verið lifesafer. Það er aftur á móti mjög stutt range á því og gerir þá kröfu á healerinn að hann sé staðsettur þar sem damage-ið á sér stað. Aðrir healers geta castað sínum cooldown úr fjarlægð. Tranquility, Aura Mastery, Lay on Hands, Pain Supression, Guardian Spirit.

Upphaflega var shaman hugsaður sem support class með totems, buffs og niches' sem var ekki hægt að nálgast öðruvísi. Þetta dofnaði út og eftir varð class sem er nokkuð týndur í dag óháð specci.

Totems skiptu miklu máli þá en eru í dag frekar kjánaleg buff með leiðinlegt gameplay. “Ég set niður totems, býð í 5 min og set þá aftur niður totems” og í þokkabót með range.

Ég myndi vilja sá miklu meira enganging gameplay í kringum totems. Láta þau gera meira en vera “buff á spýtu. Þau mættu endast í styttri tíma en hafa þau öflugri og situational. Svör við því sem er að gerast í kringum mann. T.d væri hægt að planta healing totem í melee hóp eða þar sem raid ætlar að stacka og búa til talent ”Channel Spirits“ sem væri þá einskonar coodlown á healing stream sem virkaði á sama hátt og Spirit Link Totem.

Elementals er töff hugmynd og það væri hægt að spila meira út á þau. Hinsvegar finnst mér kjánalegt að tengja þau við totems, þau eru stationary og taka út buff sem þurfa að vera uppi. Earth Elemental gæti t.d verið element sem gefur tankinkum armor aura í stuttan tíma.

Það er allavega nokkuð ljóst að þótt shamans ”virki" tæknilega séð, eru þeir langt eftir á og frekar týndir. Þeir hafa þó besta interuptið í leiknum, en engar áhyggjur það verður nerfað í 4.3.