Sælir.

Ég kem mér bara beint að efninu. Mig langar að vita hvort að það sé eitthvað íslenskt guild sem hefur not fyrir enhancement shaman sem raidar svona 2 í viku?

Málið er að ég var guild leader i addiction í 4 ár á servernum Wildhammer. Í 3 ár var guildið meðal þeirra bestu og vorum við oftar en ekki að berjast um fyrst kill. Svo eins og flestir vita kom kreppa og ég neyddist til að fara á sjó til að borga reikningana. Það var því ekkert annað í stöðunni heldur en að afhenda öðrum guildið á meðan ég væri á sjó. Þegar ég kom til baka var guildið rjúkandi rúst og vildi ég ekki tilheyra því guildi lengur sem það var orðið. Eftir það hef ég ekki fundið sömu ánægjuna á að spila og ég held ég þurfi á smá tilbreytingu að halda.

ég hef spilað shaman síðan vanilla, ýmist sem resto eða enhancement. Ég hef ekki verið virkur í raids í langan tíma þannig að gearinn sem ég er með er flest úr heroic icc instönsunum og svo badge gear. Minnir að GS sé 4,9 k.

En svo það komi einhver kynning af mér þá er ég að norðan A.k.a akureyri. á 28 ári og er þessa stundina á sjó.(er að leita af vinnu í landi).

Það sem ég er að leita af er íslenskt guild, sem raidar ekki fyrr en 20:00 og krefst þess að ég raidi ekki meira en 2 í viku. Auðvita get ég stundum raidaRð meira en ég get ekki lofað því að ég geti alltaf raidað meira en 2 þannig 2 í viku er pastlegt.

Ég reyndar fer annaðslagið í burtu á meðan ég er í sjó en aftur á móti kemur að ég er í löngum fríum inn á milli.
Einnig væri gaman ef einhverjir hefðu áhuga á að team up í arena. Er að leita eftir að komast í gott lið, hef verið án félaga í 2v2 síðan félagi minn hætti að spila.
En ég er með rúmlega 900 resi og ágætis reynslu í pvp.

Ef það er eitthvað íslenskt guild sem heldur að það hafi not fyrir mig endilega pm mig með upplýsingum um guildið ykkar og jafnvel forum adress fyrir mig að´tékka á.

Danke.