Blizzard gaf út frá sér í dag að þeir ætluðu að gefa EU útgáfuna af WOW út snemma á 2005. Fyrir þá sem ekki nenna að lesa greinina þá ætla þeir einnig að opna fyrir US serverana fyrir þá evrópubúa sem vilja spila þar.

Það kom líka í ljós á korkunum áðan að BT mun fá preorder pakka og er eins gott að panta hann þar því að þú munt líka fá aðgang að betunni þar.

leikurinn eins og áður hefur komið fram mun kosta 44.99 en CE mun kosta 69.99. Mánaðaráskriftirnar eru eftirfarandi 1.mán-12.99, 3.mán-11.99 og 6.mán-10.99, allt í evrum.

Þeir munu einnig halda uppi sér serverum fyrir frakka, þjóðverja og að sjálfsögðu ensku fólkið, sem að eru gleðitíðindi. Þeir eru einnig með sér GM fyrir frösnku og þýsku serverana sem munu tala þeirra tungumál efað ikkur langaði að vita.

Einnig er kannski gott að minnaat á að þetta mun vera final beta test á EU serverunum þannig að það er eins gott að þú fáir aðgang.