Ég ætla aðeins að fjalla um priest classinn í WOW.
Priest, sem helsti lækningar classinn í WOW, er mjög ólíkur lækningar clössum úr öðrum leikjum. Lækningar classar eiga það til að vera leiðinlega takmarkaðir varðandi solo spilun því nánast það eina sem þeir geta er að lækna og kasta buff göldrum. Þannig er því ekki farið með priest því þeir mjög fjölhæfir hvað solo spilun varðar. Ekki nóg með það að þeir fái mikið af góðum shadow göldrum heldur fá þeir líka marga CC (crowd control) galdra sem gerir priest-um kleift að hafa stjórn á því hversu marga óvini þeir draga að sér þegar þeir ráðast á skrímsli. Dæmi um CC galdra er sleep galdurinn sem er með betri göldrum sem priest-ar fá því hann, eins og nafnið bendir til, gerir þeim kleift að svæfa óvin í 15 sek. eða meira eftir því hversu vel þjálfaður galdurinn er.
Shadow galdrar eru galdrar sem gera priest-um kleift að fikta með hugann í óvininum og eru mjög fjölbreyttir því með þeim er hægt að gera allt frá beinum skaða upp í það að geta náð fullkominni stjórn á óvininum (humanoids eingöngu þó). Hérna er listi yfir alla Shadow galdra sem vitað er um hingað til.
Annað sem er ólíkt með priest-um og lækningar clössum úr öðrum leikjum er sá að priest-ar geta ekki notað neins konar brynjur, bara kufla eða föt eins og mage-ar. Þeir þurfa þó ekki að vera hræddir um að verða hakkaðir spað strax og þeir lenda í melee því þeir fá alveg nóg af verndargöldrum til að bjarga sér úr þess konar vandræðum.
Eins og hver annar lækningar class hafa priest-ar aðgang að mörgum lækningar og buff göldrum sem eru ekki síður góðir en Shadow og CC galdrarnir því eins og Shadow galdrarnir eru þeir líka mjög fjölbreyttir. Þessir galdrar kallast Holy galdrar en ég ætla ekki að fjalla mikið um þá eins og er. Hérna er listi yfir alla holy galdrana sem vitað er um hingað til.
Ef þú þið viljið vita meira um priest classinn er mikið af góðum upplýsingum að finna á þessari síðu.