Nú er Blizzard entertainment með eitthvað besta cinematics lið sem þekkist í þrívíddarteiknun og eru varla til cutscene-ar síðan warcraft-II sem eru ekki það lang flottasta á sínum tíma.
Þannig að ég spyr: er ekki kominn tími til að Blizzard fari að gera 3d teiknimynd í fullri lengd? það sem maður hefur séð frá þeim, sérstaklega í starcraft, er svo fullt af stemmingu og andrúmslofti að maður hefur varla séð það betra í bíó eða annarsstaðar og ég held að ef þeir gerðu mynd myndi hún taka alla lista að aftan.
Mér finnst að starcraft hafi mikla möguleika vegna frábærar sögu en annars gæti hvað sem er virkað.
bara mitt álit, endilega reply-ið.