Jæja gott fólk,
ég ákvað að prófa eitthvað nýtt þegar ég fór að spila móti tölvunni í þetta skipti. Í stað þess að fara í einn vs. einn þá bjó ég til tvö lið, mitt lið var:

team 1. ég og computer (normal)
MÓTI
team 2.- computer (normal) og aftur computer (normal).

Ég fór hreinlega í kerfi þegar ég sá hvað óvinirnir voru þaulskipulagðir í gereyðingu. Í stað þess að ráðast á mig, þá fór team 2. (2x computer normal) að ráðast á gervigreindina sem hjálpaði mér úr djúpum vandræðum þegar að einn dreadlord og ghouls komu með honum (ég átti eiginlega ENGA hermenn eftir creep huntið mitt!).

Lokaniðurstaða mín á þessu er að það er dáldið MIKIÐ erfiðara að spila sem team ef marr er með AI sín megin og einnig að spila móti gervigreind.
Ég hef nú lært hvernig á að byrja hvert round almennilega með ORC en ekki alla hina en ég held það verði komið í lag þegar ég er búinn að taka nokkra leiki í viðbót á móti gervigreindina.


Komum okkur að öðru efni, ég prófaði nýlega battle.net og ég verð að segja það að ég var tekinn með TOWER set up. Óvinur minn ákvað að senda PEON til að finna stöðina mína og það lukkaðist vel, því hann fann stöðina eftir einungis 3 mínútur eða eitthvað álíka og á þeim tíma var ég ekki búinn að framleiða mikið nema einn Blademaster og tvo Grunts (ég veit hver mistök mín voru, tók leikinn ekki nógu alvarlega, var of seinn að búa til barracks, altar og allt!).

Látið mig upplýsa ykkur hvernig hann fór að þessu í skrefum:
1. finna stöðina með peon
2. stöð fundinn, núna bý ég til orc tower eitthvað aðeins frá stöðinni.
3. næst bý ég til annann tower sem er nær stöðinni.
4. endurtekur skref 3.
5. endurtekur skref 3.
6. kemur með catapult til að drita á stöðina af færi
7. læðir einhverjum peon inn í stöðina án þess að ég fatti að hann hafi gert það og býr til TOWER inni mitt BASE!
8. hann kemur loksins með hetjuna sína, level 2 og nokkra herdeildir og hreinsar það sem er eftir.
9. Núna ætti leikurinn að vera búinn
10. Bíddu, ég er búinn að drepa allt, af hverju er hann ekki dauður????

*(ég lét einn peon hverfa af svæðinu til að búa til ALTAR en því miður átti ég ekki efni á að búa til nýja hetju :( )*

Eins og margir vita eflaust þá snýst Warcraft ekki bara um að vita hvað þarf að búa til til þess að fá svona herdeild, það snýst meira um það að búa til byggingar í rétta RÖÐ. Ég hef komist að því að það er einfaldlega best að byrja að búa til ALTAR strax svo maður sé nú ekki lengi að búa til fyrstu hetjuna. Svona fer ég að í byrjun hvers leiks:

1. Læt 3 peon sækja gull og tvo peon læt ég búa til burrows (eitt stykki) og altar. Einnig bý ég til 2 peon í viðbót og læt þá vinna í gullnámunni og aftur tvo og læt þá fara að höggva tré.

2. Altar tilbúið, núna bý ég til barracks á meðan ég bý til Farseer hetjuna.

3. Þegar hetjan mín er til þá fer ég að skoða aðstæður og sjá hvort ég finni creep sem ég ræð við með spirit wolf, á meðan þá er ég að búa til einn grunt eða tvo til að hjálpa Farseer að creep veiða.


Jæja þetta hér sýnir ykkur um það bil hvernig ég byrja hvern leik. Takið eftir, þetta er ekki eitthvað sem aðrir ættu að temja sér að gera, því við spilum ekki öll eins, sumir búa til 6 eða 7 tower og fara svo að creep veiða en aðrir sjá að það er mikið betra að fara strax í creep veiðar og þar að leiðandi er herstöðinn tiltölulega varnarlaus.

Spáum aðeins í þessu, ef þú býrð til hetju og tvær herdeildir þá ættiru að geta tekið nokkur creep á meðan þú heldur áfram að bæta stöðina. Ég sem dæmi, ég læt hetjuna og gruntana bara ráðast á low level creeps og sný mér svo að því að bæta stöðina meðan hetjan er að berjast. (Spacebar er mest notaði takkinn minn á lyklaborðinu)

Að lokum vil ég benda á eitt í sambandi við að uppfæra vopninn, ef þú ætlar að nota Headhunter og Grunt þá er sniðugra að uppfæra fyrst spjótið og svo vörnina ef þú ætlar að nota Grunta sem kjötskjöld. Að kunna kortin virðist einnig vera nauðsynlegt og að vita hvar þú getir nýtt þér FLÖSKUhálsaðferðina er einnig eða getur reynst bjargandi. (Flöskuháls=Bottleneck)

Hvað er flöskuhálsaðferðin? Uhhh svoldið ýkt erfitt að koma því á framfæri en þetta snýst um að nota þrengsli til þess að hindra að einhver nái að rusha þig með 16 grunta meðan þú ert með 6 grunt og 10 headhunters fyrir aftan þessa 4 grunta. A.T.H. það er ekki víst að 10 hh og 4 g geti unnið en þeir geta þess í stað saxað nirr eitthvað af þessum 16 grunt meðan þeir bíða eftir aðstoð.

Jæja þetta er örruglega ekkert nýtt en ég vildi bara segja frá minni litlu reynslu því ég sé sjaldann einhvern pósta eitthvað um það hvernig honum eða HENNI gekk í síðasta bardaganum.

kv, Rizzko