Addon faq - fyrir byrjendur WoW - Add-ons Faq (fyrir sögukeppni!!!)

Mikið hefur borið á því að fólk sé að spurja um add-on, hvaða add-on eru góð, hvaða add-on hver og einn notar osfrv. Ég er orðinn frekar þreyttur á að sjá við hverja einustu mynd sem send er inn “hvaða bar er þetta efst??” (titan panel) og ætla þess vegna að
gera lítinn faq um hvernig gott er að stilla interface og hvað algengustu add-onin gera.


- 1
Kannski er einhver lesandinn alveg nýbyrjaður í leiknum, þá veltirðu kannski fyrir þér “Hvað er add-on?”. Jú, add-on er svona lítil ábót í leikinn sem hægt er að downloada og setja inn í leikinn til að gera hann einfaldari/flottari/auðveldari eða skemmtilegri á einhvern hátt.
Add-on kosta auðvitað ekkert en sum þeirra geta tekið mikið vinnsluminni og þess vegna er gott að hafa ekki of mikið af ónauðsynlegum addons til að fps’ið verði ekki crazy, því þá gengur leikurinn hægt og leiðinlega.

- 2
Kannski veltirðu líka fyrir þér; “Hvað er Interface?” en interface er eiginlega uppstilling á leiknum þínum. Í World of Warcraft möppuni þinni er mappa sem heitir Interface og þar seturðu öll add-ons og flestallt tengt þeim. Ef til vill hefurðu tekið eftir einhverjum postum á ýmsum forums sem heita “post your interface”
en þá er yfirleitt verið að mæla hver er með “flottasta” interface-ið, það þykir vinsælt að hafa snyrtilegt og vel uppstillt Interface.

Hvernig skal virkja Add-ons.

Til þess að virkja add-ons í Warcraft þarftu að byrja á því að downloada þeim af heimasíðum. Tökum sem dæmi að þú viljir innstalla Titan Panel addoninu;

Þú byrjar á því að fara í Interface möppuna (C:\Program Files\World of Warcraft\Interface) og búa til nýja möppu þar (ef hún er ekki til) sem á að heita AddOns.

Svo ferðu á www.curse-gaming.com/mod.php og finnur Titan Panel undir “Bars” sectioninu (eða hér) . Því næst ýtirðu á “Download” linkinn (mynd) eins og þú sérð þá eru margir linkar, yfirleitt eru réttu linkarnir efst, en þeim er flokkað þannig að nýjustu útgáfurnar eru efst, þó skaltu vara þig að stundum koma nýjar útgáfur fyrir önnur lönd, t.d. gæti efsti linkurinn verið “2.14.2 (german)” og þá er það fyrir Þýskaland, þá myndirðu smella á næsta link fyrir neðan.

Svo save’arðu Add-onið í AddOns möppuni (mynd). Eftir það ferðu í Add-Ons möppuna og finnur Titan Panelið, hægri klikkar og Extract to here (mynd). Þá ætti að koma ný mappa sem heitir Titan (mynd) , Það getur gerst, að það komi ekki mappa sem heitir Titan, stundum kemur ný mappa sem heitir bara Interface, þá ferðu inn í þá möppu og inn í AddOns möppuna sem er inni í henni, og þar ætti hin rétt Titan mappa að vera. Svo dregurðu Titan möppuna bara yfir í hina upprunalegu Interface möppuna og hendir þessari nýju sem kom þegar þú extractaðir.

Svo ferðu í leikinn og sérð hvort þetta er komið, ef Titan Panel sést ekki hjá þér, þá þurfum við að logga út (mynd) og í character screen er lítill takki sem heitir Addons (mynd) þú klikkar á hann og krossar í Titan Panel, og vertu viss um að það sé krossað líka í “Load out of date add-ons” bara ef það skyldi koma fyrir að Titan sé out of date, í þessum möguleika geturðu meðal annars valið hvaða add-on þú vilt sýna og ekki. (mynd)

Hvaða Add-ons þarf ég að hafa?

Í rauninni þarftu engin add-ons, því add-ons eru bara til að gera leikinn auðveldari og þægilegri í notkun. En sum add-ons eru nauðsynleg fyrir Raids og fleira. Flest end-game guild þurfa/kjósa að nota CTraidassist sem er add-on sem hjálpar manni að raida. Hér ætla ég að kenna ykkur dálítið á CTraidassist.

Hvar fæ ég CTraidassist? – Þú getur nálgast CTraidassist á www.curse-gaming.com eða ef þú vilt beinan link Hérna .


Hvað get ég gert með CTraidassist?
– Það er ýmislegt hægt að gera með CTraid, til dæmis er hægt að láta alla raid members sjást á miðjum skjánum þínum, og ekki bara miðjum heldur geturðu sett þá þar sem þú vilt. Til að gera þetta ferðu í Social Screen (mynd) og svo í CTraid flipan (mynd) og þar geturðu hakað í þá groups sem þú vilt láta sýna (mynd) . Þá ættu þeir að flokkast eftir groups (mynd), en það er líkma hægt að velja að láta flokka þá eftir Classes, það gerir þú eð því að fara í CTraid merkið á minimapinu (mynd) og í General Options (mynd) og þar er flipi sem þú getur valið að flokka það eftir Groups, Classes, Custom eða Virtual (mynd) ég kann því miður ekki á Custom eða Virtual dæmið, en þið getið alltaf prófað ykkur áfram ;) (Svona lítur það út flokkað eftir classes..) (Mynd).

Er ekkert meira?
– Auðvitað er miklu miklu meira, ég ætla nú ekki að fara yfir þetta allt saman.. En það er um að gera að prófa sig áfram og reyna hvað þið getið, ég hef lært mest allt af því að prófa mig áfram og fikta, æfingin skapar meistaran ;) . Mestallt af þessu skýrir sig meira og minna sjálft…

Eru þessi 2 einu add-on-in ?

Nei.. Þetta eru alls ekki einu addon-in, það eru til alveg hellingur af add-ons og ég hef ekki prófað né séð nálægt því öll þeirra, þess vegna er ómögulegt fyrir mig að gera lista yfir öll addon-in..

Hinsvegar ! Get ég gert lítinn lista yfir helstu add-onin með linkum og myndum, og það ætla ég sannarlega að gera… Flestöll… eða jú öll addon sem ég nota eru frá www.curse-gaming.com/mod.php og öll addons listuð hér eru þaðan;

Titan Panel - http://www.curse-gaming.com/mod.php?addid=860 – “Þessi grái bar þarna efst” :) Þetta add-on var ég búinn að fara yfir ef ég man rétt… Þannig það er lítið að útskýra hér.. Svona lítur Titan Panel út .

Atlas - http://www.curse-gaming.com/mod.php?addid=539 – Þetta mod sýnir þér kort af öllum instances í leiknum og einnig hvað bossarnir heita og hvar þeir eru staðsettir.. Svona lítur Atlas út.

Scrolling Combat Text - http://www.curse-gaming.com/mod.php?addid=222 – Skemmtilegt addon sem lætur þig vita þegar þú nærð að verja þig frá óvininum og hvenær þú færð buff og fleira.. Hægt að velja um helling sem þetta sýnir með því að skrifa /sct (þá færðu upp menu’ið). Svona lítur SCT út.

Damage Meters - http://www.curse-gaming.com/mod.php?addid=791 – Einfalt þægilegt mod sem sýnir þér lista yfir alla players sem eru í ákveðnum range og hversu mikinn damage þeir gera… Einnig er hægt að velja healing meter… Svona lítur dmg meter út.

Decursivehttp://www.curse-gaming.com/mod.php?addid=643 – Ég mæli með þessu fyrir alla healing classa.. Þú einfaldlega installer, og gerir macro sem segir /decursive og þegar þú ýtir á það þá hreinsar hún disease/magic/poision eða það sem classinn þinn getur curað.

Simple Self Cast - http://www.curse-gaming.com/mod.php?addid=2086 – Annað einfalt þægilegt mod sem gerir þér kleift að casta healing spells á sjálfan þig, þannig að alltaf þegar þú kastar healing spell castast hann á þig.. NEMA þú sért með annan vin þinn targetaðann. Þú skrifar einfaldlega /ssc til þess að velja um kveikt eða slökkt.

Ég segi þetta gott núna.. Vonandi hjálpaði þetta einhverjum, svo mæli ég með að fólk leiti sjálft á annaðhvort google eða Curse-Gaming áður en það gerir kjánalega pósta hér á huga. :-)

Kv. vSkandall !