Eftir nokkrar áskoranir frá góðu fólki á korkunum ásamt ráðgjöf vinar míns, þá ákvað ég að láta af þrjósku minni og senda þessa korka í sameiningu inn sem grein. Ég vona innilega að menn láti samt korkana vera fyrsta kost til umræðu um World of Warcraft. Þeir sem hafa lesið korkana, takið eftir því að ég er búinn að bæta við smávegis neðst.

…and now for the good stuff

———————————————————–



World of warcraft classes


Markmið mitt er að kynna fyrir verðandi wow spilurum classana, og þá er ég ekki að meina þessa týpísku blizzard kynningu, heldur upplýsingar sem ég hef safnað á hinum og þessum spjallborðum, með því að tala við spilara í leiknum og með því að spila opnu betuna.

Takið eftir, ég hef ekki spilað alla classana, þannig að þessar upplýsingar eru byggðar á skoðunum annarra, ekki mínum eigin.

Annað mikilvægt atriði: Þessar upplýsingar eru byggðar á stöðunni í dag, auðvitað mun margt breytast og classarnir bætast eða versna í komandi pötchum.

Druid

Þessi class heillar marga við fyrstu sýn, hversu svalt er að geta breytt sér í dýr og klórað mob-ana til dauða. Druid hefur möguleika á að breyta sér í annaðhvort björn eða kött (að vísu stóran vondan kött). Flestir sem spila druid eru mjög ánægðir með hversu auðvelt er að soloa vegna þessara möguleika, en kvarta sáran undan lélegri afkomu í PvP bardögum.

Annað sem kemur inn í myndina er grouping. Druids eru eftirsóttir í grúppur vegna þess að þeir geta healað. En það er líka ætlast til þess að þeir heali, ekki leiki sér með dýrin eða nukei. Þannig að ef að heal og samt að vera fær um að bjarga sér var markmiðið með að spila Druid, þá munið þið njóta þess. En ef að þið ætluðuð að verða damage dealers eða tanks, þá er sennilega betra að leita eitthvert annað.

Kostir: góðir í sóló, eftirsóttir í grúppur f. healing, besta buffið í leiknum, rez og gaman að nota dýraformin.

Hunter

Hunters voru lengi vel drasl sem að enginn maður vildi sjá, en eftir nokkrar mikilvægar breytingar þá stendur eftir einhver best balanced class í leiknum. Þeir eru mjög öflugur solo class vegna möguleikans að temja dýr sér til fylgdar. Þeir eru meðalgóðir í pvp.

Hunters eru ekki alltaf fyrsti kostur þegar kemur að því að velja í grúppur, en þeir geta gert hina og þessa hluti sem bjarga hópnu. Þeir geta sec-tankað, bæði þeir sjálfir og petin þeirra, og þannig bjargað viðkvæmari playerum. Þeir + pet gera fínt dps fyrir grúppuna og þeir eru öflugir pullerar.

Kostir: Besti solo classinn, nokkuð góður all-around, skemmtilegt að temja dýr.

Mage

Langar þig að gera gríðarlegt dmg á óvinina en eiga samt á hættu að deyja ef að þeir hnerra á þig? Ef svo er þá er mage classinn fyrir þig. Mages geta dælt út mesta dps í leiknum, en þeir hafa lítið hp og verða því yfirleitt að treysta á að mobið komist ekki nálægt þeim. Mage hafa lengi þótt nokkuð öflugir í pvp.

Í grúppum er hlutverk mage að drepa óvinina. Eitt það allra erfiðasta sem mages lenda í er aggro management, þeir verða að passa sig á því að kvikindið sem að þeir eru að reyna að drepa hati tank-inn meira en þá sjálfa. Þetta er það sem skilur á milli lélegra og góðra mage.

Kostir: búa til vatn og mat, öflugasti AoE dmg dealerinn, besta CC spellið í leiknum (polymorph).


Paladin

Paladins eru af mörgum taldir, ásamt shaman, öflugasti pvp classinn. Þeir hafa marga möguleika og eru í raun healer/tank class, þannig að þeir þurfa engar áhyggjur að hafa af solo. Þeir geta líka brynjað sig mjög vel upp og það er gjarna sagt um paladins að þeir hafi 9 líf. Á móti kemur að paladins hafa frekar lágt dps. Þessi class er frekar byrjendavænn, en það er samt mjög auðvelt að verða skilled paladin. Allir geta spilað hann, en bara sumir masterað hann.

Paladins eru nokkuð eftirsóttir í grúppur vegna hæfileika þeirra til að heala og rezza, en þegar questin verða erfiðarði þá hætta menn að treysta þeim. Þeir geta í raun sinnt öllum mögulegum hlutverkum í grúppu nema því að dæla út dps. En þar sem að dps classes eru frekar vinsælir þá ætti það ekki að vera nokkuð mál

Kostir: rez, 9 líf, góður í pvp og auðvelt að byrja á þeim.



Priest

“LFH!!!” er algengt fyrirbrigði, og þeir sem skrifa þetta eru yfirleitt að leita að presti en ekki bara healer. Prestar eru ranglega taldir langbestu healerarnir í leiknum. Í raun eru þeir bara aðeins betri en hinir healing classarnir. munurinn liggur í því að þeir sem á annað borð spila priest finnst einfaldlega gaman að heala, eitthvað sem er bara raunin hjá hluta spilara hinna classanna. Annað sem gerir prestana góða eru góð aggro lose abilities.

Priests eiga frekar erfitt með að soloa, en þrátt fyrir það þykja priests nokkuð góður pvp class, gallinn er bara sá að óvinirnir miða fyrst á healerinn :). Þeir sem spila priest elska hann, þeir sem hafa ekki áhuga á að heala og supporta ættu að halda sig fjarri.

kostir: góður í pvp, besti healerinn, eftirsóttur í grúppur, rez, fear í pvp.


Rogue (ekki rouge)

Rogues eru besti melee dmg dealerinn í leiknum. Það skyfggir ekkert á yfirburði þeirra í þeim málum, gallinn er þó sá að þrátt fyrir að vera í betri málum en casterarnir (priest, mage, warlock) þá á rogue erfitt með að þola dmg og þarf að gera eitthvað fljótt í málinu. Þeir nota combo-move og snjall rogue er öflugur meðlimur í grúppu.

Rogues eru þess vegna eftirsóttir í grúppur fyrir pure dps, þeir hafa reyndar smá cc, en hlutverk númer eitt, tvö og þrjú er dps. Þeir sem spila rogues eru yfirleitt brjálæðingar sem vilja bara gera eins mikið dmg og mögulegt er :).
Þeir eru mjög góðir í pvp vegna þess að rogue getur með hjálp stealth valið sér andstæðinga, og þeir hafa það mikið af stuns að það eru dæmi um að rogue hafi getað slátrað player án þess að hann hafi getað gert nokkuð.

Kostir: öflugasti melee dps classinn, svalur class, lockpicking, stealth er mjög öflugt, stuns.



Shaman

Þetta er algjörlega hybrid class. Frekar vinsæll class vegna þess hversu vel þeir laga sig að aðstæðum. Shamans geta gert allt, healað, nukað, tankað, pvp-að , soloað og hvaðeina. reyndar eru þeir yfirleitt ekki eins góðir og meira sérhæfðir classar, en bæta upp fyrir það með öllum möguleikunum. Shamans þykja í dag of öflugir í pvp og væla aðrir classar grimmt undan þeim.

Shamans eru vinsælir í grúppur sem healerar, eða bara sem all-around kvikindi. þeir geta með því að hlaupa í skarðið fyrir aðra classa á síðustu stundu bjargað groupinu, en í mjög reyndum grúppum er vinsælla að hafa bara meira sérhæfða classes.

Kostir: mjög góðir í pvp, geta sinnt hvaða hlutverki sem er, eftirsóttir f. heal. góðir í solo, totems bæta árangur.


Warlock

Warlock er dot caster. Þeir hafa pet með sér, sem er reyndar einhverskonar demon, geta valið um nokkra. Þetta gerir warlockana að öflugum solo-spilurum. Þeir hafa fear sem hjálpar þeim mikið í pvp og þeir eru bara nokkuð meðalöflugur class í þeim hluta. Það er líka mjög kúl að á hærri lvls geta warlocks summonað infernal og doomguard.

í grúppum sinna warlockar því hlutverki að dot monsterin. Þeir nota síðan petin sín í það sem hentar hverju sinni. warlockar eiga auðveldara með að höndla aggro en mages vegna þess að dot dregur minna aggro en dd. Curses eru mjög góð leið til þess að veikja andstæðingana

kostir: góðir dot/debuffers. pets auka möguleikana, fínn í sóló.



Warrior

Warrior er besti tank-inn í leiknum. Þeir hafa skills sem að draga að sér aggro og þannig geta þeir látið berja á sér í stað þess að barið sé á félögum þeirra. þetta gerir warriors eftirsótta grúppufélaga. Góður warrior er gullmoli fyrir hverja grúppu. En þar með er það upp talið

Warriors eru versti classinn í pvp, hafa slappt dps og eru lélegir solo. Þetta var ekki alltaf svona og verður ekki alltaf svona, einu sinni voru warriors jafnvel of öflugir, en þeir voru lamdir hausinn með blizzard nerfing bat og eiga erfitt í augnablikinu. ég trúi ekki öðru en að þetta lagis, ekki láta þetta hræða ykkur frá því að spila warriors, þeir munu skána.

Orðabók ;)

PvP: player versus player, bardagi milli spilara
PvE: Player versus enviroment, bardagi við npc's
NPC's: non player controlled, gaurar sem að eru í leiknum en eru ekki undir stjórn einhvers spilara.
pull: að lokka til sín óvini
heal: hressa upp á heilu félagans
dd: direct damage, skaði gerður án tafar
AoE dmg: area of effect damage, skaði gerður á stórt svæði
dot: damage over time: skaði gerður yfir lengri tíma
tank: félaginn sem lætur berja sig í stöppu á meðan hinir lemja vondu gaurana
buff: eitthvað sem bætir félagann
debuff: eitthvað sem gerir óvininn verri
pet: kvikindi sem að fylgir spilara og hjálpar honum í bardaga
solo: spila einn, ekki í hóp
group: nokkrir (2-5) spilarar vinna saman
aggro: hversu mikið og hvern skrímsli vilja berja. aggro á tank = gott, aggro á caster = slæmt.

Ég veit að þetta er bara rétt basics um hvern classa, en vona að þetta hjálpi ykkur að velja. Allar viðbætur og leiðréttingar vel þegnar, en þó á kurteisislegum nótum.

Ef að menn vilja þá get ég skrifað nokkuð ítarlega umfjöllun um hvernig á að grouppa og reynt þannig að gera íslendinga betri wow spilara.

En lykilatriðið er að sýna öðrum alltaf kurteisi og virðingu. Leiðbeina, ekki skamma.

Takk fyrir
Pálmar

———————————————————————–

World of Warcraft: grouping


Markmiðið með þessum skrifum er að kynna undirstöður hópspilunar fyrir verðandi spilurum world of warcraft. Markhópurinn er aðallega þeir áhugamenn um leikinn sem að hafa ekki áður spilað aðra MMORPG. Þeir sem hafa reynslu af slíkum leikjum ættu að vita nú þegar mest allt sem kemur fram í þessum bálki.

Eins og fyrri daginn eru upplýsingar meira byggðar á skoðunum annara og minna eigin reynslu. Þetta er ekki hinn heilagi sannleikur, heldur bara grundvallarhugmynd.

Í fyrri umfjöllun minni um classana í leiknum, þá kynnti ég fyrir mönnum í stuttu máli hvaða hlutverk hver class spilar í grúppum. Núna reyni ég að fara nánar út í hvernig grúppurnar spila saman.


Hugmyndin á bakvið þetta allt saman

Þegar menn spila eftir þessari klassísku mmorpg aðferð þá er markmiðið að hafa eins mikla stjórn á aðstæðum og mögulegt er. Hugmyndin er sú að láta einn aðila taka allt dmg andstæðings, láta annan halda honum á lífi, og restin drepur andstæðinginn á meðan. Í þessu felst einnig að það er mikilvægt að velja sér fjölda óvina, að bardaginn sé allur á ykkar forsendum.

Markmiðið er að geta ráðið: stað, stund, fjölda þáttakenda, framvindu og niðurlagi orrustunnar.

Hlutverkin

Takið eftir, stundum spilar sami leikmaðurinn í grúppu fleiri en eitt hlutverk.

Skriðdrekar (Tanks)

Tanks eru hjarta hverrar grúppu. allar grúppur hafa tank, þó svo að það sé ekki alltaf endilega hentugur tank. Markmið þessa spilara er að láta berja sig sem mest, og félaga sína sem minnst. Þannig segir sig sjálft að það eru kostir fyrir tank að hafa gott hp og öflugar verjur. Ekki er verra ef að tankinn hefur einhverja hæfileika til þess að halda skrímslunum reiðum út í þá sjálfa. Virkilega góðir tanks eru því miður sjaldséðir, en ég vona að íslenska wow samfélagið geti skapað nokkra slíka.

Hentar vel sem tank: Warrior, Paladin, Druid í bear form, Pet hjá Hunter, Voidwalker hjá Warlock.

Af áðurtöldum er warrior yfirleitt talinn besti tankinn, vegna hæfileika sinna til að halda aggro og lifa það af.

sec-tank er fyrirbæri sem að oft getur verið mjög gott að hafa, en það er grúppumeðlimur sem getur tekið á sig dmg og aggro ef að aðaltankinn annaðhvort deyr eða getur ekki haldið öllu aggroinu. Shamans og Hunters bætast við fyrri lista því að þeir geta tekið við vissu dmg.

Skaðvaldar (Damage Dealers)

Skaðvaldar eru þeir sem að drepa vondu kallana. markmið þeirra er að sjá til þess að sem allra stystur tími frá byrjun bardaga þar til að öll skrímslin liggja dauð á jörðinni. Þetta virðist frekar einfalt, hærra dps = betri skaðvaldur. En svona væri þetta bara í fullkomnum heimi. Í warcraft heiminum er fyrirbæri sem heitir aggro. Skaðvaldur sem veldur of miklu tjóni á of skömmum tíma dregur að sér aggro. Þar sem að flestir skaðvaldar eru ekki vel brynjaðir þá er þetta slæmt mál.

Hentar vel sem skaðvaldur: Rogue, Mage, Warlock, Hunter, druid í cat form, sum pets hjá hunter. Hugsanlega offensive warrior eða shadow priest og mig minnir að eitthvað af pettum warlocks geri sæmilegt dmg.

Af ofantöldum þá eru Rogues og mages með besta dps-ið, en hinir classarnir henta líka vel vegna þess að þeir hafa aðra hæfileika.

Auðvitað gera allir group meðlimir skaða ef að ekkert annað er í stöðunni, en þeir sem eru í hlutverki skaðvalda eiga bara að hugsa um að drepa kvikindin án þess að draga til sín aggro.

Plástrar (Healers)

Sama hversu öflugur hópur spilara er á ferðinni, alltaf tekst einhverjum að meiða sig og þess vegna er mikilvægt fyrir hverja grúppu að hafa einn sem sérhæfir sig í að kyssa á bágtin. Healers eru mjög mikilvægir fyrir allar grúppur og það er talið nánast ómögulegt að fara í gegnum erfiðarði questin án þess að hafa einn félaga í því að heala. Healerar eiga reyndar við stórt vandamál að stríða þegar kemur að aggro, en skrímslum er mjög illa við að rauði krossin mæti á svæðið og hjúkri særðum. Þau lemja þessvegna rauðakrosssinn í stöppu. en margir healerar hafa skills eða annað sem dregur úr aggro við störf þeirra.

Hentar vel fyrir: Priest, Druid, Shaman, Paladin.

af ofantöldum eru priests yfirleitt taldir bestu healerarnir, en í raun standa druids þeim mjög nærri. Shamans og pallys eru ekki langt að baki þeim ef að þeir vilja á annaðborð sérhæfa sig í healing. oft er gott að vera með einn “heal-bot” og svo sec healer til að grípa inní þegar sá fyrsti klárar mana-ið sitt


Þetta eru helstu hlutverkin sem að mönnum stendur til boða í grúppum. Næst ætla ég að fjalla um helstu ógn þessa að því er virðist einfalda skipulags.

Anger Management

Aggro er í raun sáraeinfalt fyrirbæri. hvert einasta skrímsli er með lista yfir þá sem að það hatar. Ef að enginn hefur gert nokkuð á hlut kvikindisins, þá er enginn á haturslistanum og þess vegna stendur það bara og borar í nefið. um leið og einhver gerir eitthvað sem að skrímslinu er illa við þá fer sá einstaklingur á haturslistann og skrímslið reynir að drepa viðkomandi. Það geta verið margir á haturslistanum í einu, en skrímslið ræðst eingöngu á þann sem er efstur á haturslistanum hverju sinni. Staða haturslistans getur auðveldlega breyst í bardaga.

Það sem æsir upp skrímsli.

dmg
debuff
dmg á félaga þeirra
heal á óvini þeirra (s.s. félaga þína)
að koma nálægt þeim (gildir bara um sum, reyndar flest)

getur vel verið að ég sé að gleyma einhverju, endilega bætið við listann.



Múgstjórnun (Crowd Control (CC))

Þetta er mikilvægt fyrirbæri og í sinni víðustu skilgreiningu fjallar þetta um alla stjórn sem hægt er að hafa á aðgerðum andstæðinganna.

Yfirleitt tala menn þó um crowd control þegar að verið er að meina hæfileikana til að stjórna fjölda þeira sem taka þátt í bardaganum. Besta CC spellið er polymorph hjá mage, en það tekur einn óvin úr umferð með því að breyta honum í kind. með því að nota CC rétt þá er hægt að berjast við einn óvin í einu.

Pulling getur hugsanlega fallið undir crowd control, en í því felst að lokka óvinina að sér, sem fæsta í einu og helst bara einn, og hefja þannig bardagann á eigin forsendum.

Bardaginn sjálfur

Jæja þá er komið að því að ímynda sér einn bardaga og útskýra hvað á að gera ef að eitthvað kemur upp á.

1)
Þetta er mikilvægt. Það þarf að vera alveg öruggt að allir séu tilbúnir fyrir bardagann. Casterar og healerar þurfa að hafa nóg mana, allir ættu að vera með fulla hp. Þau buff sem að menn vilja nota eiga að vera rdy og allir eiga að vera vakandi.

2)
Leiðtogi grúppunnar, yfirleitt primary tankinn, en í sumum tilfellum þó hunter eða aðrir ranged dmg dealers, pullar skrímslið. Ástæða þess að pullerinn er leiðtoginn, er sú að hann á alltaf að fara fremstur, það er hans hlutverk að pulla ekki fyrr en allir eru tilbúnir fyrir bardagann.

Það er best að pulla með ranged vopnum. eitt skot er nóg til að æsa skrímslin. mikilvægt er að pulla sem allra fæst skrímsli á bardagasvæðið

3)
fyrsta hlutverk allra þeirra sem að ætla sér að nota CC spells til að auðvelda bardagann er að henda slíku spelli á það skrímsli sem að taka á úr umferð. Góð regla er að nota aldrei CC á skrímslið sem að leaderinn pullaði.

4)
Núna hefst bardaginn og hver og einn fer að sinna sínu hlutverki. Tankinn lætur eins og óður tarfur og reynir að halda öllu aggroi sem að hann mögulega getur, skaðvaldarnir hefja aftöku óvinanna á mesta hraða mögulegum án þess að draga til sín aggro. Best er að ráðast á það skrímsli sem að tankinn er að reyna að berja. Healerinn veltir aðeins fyrir sér gangi heimsmálanna þangað til að hann sér að hp-bar tanksins er á niðurleið. Eftir það þá neyðist hann til að skipta sér af og heala tankinn. Í fullkomnum heimi þá væri þetta nóg til að leysa allar quests í leiknum, en það er margt sem að getur komið upp á þegar staðan er erfið.

Vandamál 1: Skaðvaldur fær aggro

Þetta er mjög algengt vandamál því að það er gríðarlega og nánast ómögulegt erfitt að passa dps-ið sitt svo rosalega að maður hirði aldrei aggro af tankinum.

Það er hægt að bjarga þessu á ýmsa vegu. Healerinn getur bara einfaldlega healað fórnarlamb árásanna, tankinn getur reynt að ná aggro aftur eða einhver getur tekið á sig hlutverk secondary-tanks og reynt að bjarga greyið skaðvaldinum undan illum örlögum.

Vandamál 2: Healer fær aggro

Mjög algengt, öfugt við skaðvaldana þá hefur healer ekki möguleika á því að heala minna til að fá ekki aggro. Hann bara healar eins og nauðsynlegt er og ekki múkk með það. Skrímslum er mjög illa við healera og þess vegna er þetta mikið vandamál.

Healerinn getur reynt að minnka aggro-ið sitt með ákveðnum spells, eða tankinn getur reynt að komast fram fyrir healerinn á haturslista skrímslisins. Einnig er alltaf möguleikinn á því að sec-tank komi öllum til bjargar.

Vandamál 3: Healer verður oom (out of mana)

Þetta á það til að gerast og skapar viss vandræði. Ef að engin fær heal þá er grúppan fljót að deyja. Ef að healer hefur þurft að klára allt mana-ið sitt þá er þrennt sem gæti hafa valdið því. Healer hefur notað mana vitlaust (nukað eða healað vitlausa chars). Grúppan hefur spilað illa og neytt healer til að klára manaið. Viðfangsefnið er einfaldlega of erfitt fyrir grúppuna.

Það eru þrjár lausnir á vandamálinu. Sec-healer tekur við. drepa skrímslin (virkar að sjálfsögðu bara ef að mjög lítið er eftir af bardaganum) og að lokum FLÝJA!!!.

Vandamál 4: aukaskrímsli (adds)

Þetta gerist þegar skrímsli á röltinu sjá bardagann og ákveða að taka þátt í gamaninu. Þetta getur líka gerst ef að einhver notar fear og flýjandi skrímslið mætir aftur á svæðið með vini sína.

Þegar þetta gerist þarf hópurinn að bregðast við. best væri ef að einhver gæti tekið add skrímslin strax úr leik með einhvers konar CC. en annars verður tankinn bara að reyna að fá aggroið þeirra á sig. sec tanks koma að notum í þessari stöðu. Þetta er eitt það efiðasta sem grúppan lendir í og það þýðir ekkert að væla þó að þið drepist.

Vandamál 5: Tank deyr

Þetta á náttúrulega ekki að gerast á meðan healerinn á mana og er ekki með aggro á sér, nema að questin sé alltof erfið. En ef að svo illa vill til að þessi staða kemur upp þá verður að reyna að bregðast við henni.

Sec tank getur tekið við hlutverki tanksins. Einnig er möguleiki að einhver einfaldlega fórni sér og reyni að halda aggro og deyji. það er ekkert stórmál að deyja. EKKI REYNA AÐ LEIKA HETJU EF AÐ ÞIÐ ERUÐ MEÐ REZ SKILL.

Ef að einhver vill bæta einhverju við þetta þá endilega nefnið slæma stöðu, ég veit að ég er að gleyma helling

Athugasemdir

Puller er leader, ENGINN annar á að pulla monsters.

Healer gæti þurft að taka þá ákvörðun að láta skaðvald sem hefur nukað of mikið deyja. skaðvaldurinn hefur engan rétt á því að væla yfir þessu ef að grúppan lifir af. alltaf hægt að rezza.

Ef að tank er að nota allt sem hann getur til að halda aggro þá er gersamelga tilgangslaust að væla ef að maður fær aggro.

Healer er einn um að stjórna sínum ákvörðunum “Heal me !!!!” er gagnslaust hróp. Healerinn á að vita best hvenær er að kasta stóru heali, eða hvenær það er betra að halda viðkomandi í 100% health.

Látið hvern og einn um að spila sín hlutverk, ekki reyna að stjórna öðrum. það er ókurteisi.

Endilega bætið við öllu sem ykkur dettur í hug og hlakka til að sjá ykkur í wow


—————————————————————–



World of Warcraft: Professions

Markmiðið er að gefa mönnum smá innsýn í hinar mismunandi greinar atvinnu sem að hægt er að velja sér í world of warcraft. Ég sá fyrir skömmu kork þar sem að sumir höfðu greinilega eitthvað misskilið nánast allt í sambandi við atvinnumöguleikana.

Tilgangur með flokkun atvinnugreina

Hægt er að flokka atvinnugreinarnar á tvo vegu. annars vegar í primary og secondary professions, og hins vegar er hægt að flokka þær eftir notagildi þeirra.

Primary og secondary skiptir miklu máli því að þú getur aðeins valið tvær primary professions. Það er hægt að skipta um primary profession, en aldrei hægt að vera með fleiri en tvær í einu. Ef að þú skiptir út profession á þennan hátt, þá verðurðu að byrja upp á nýtt viljirðu fara aftur í hana. Það eru engin takmörk fyrir því hversu margar secondary professions er hægt að hafa.

Primary professions
Alchemy, Blacksmithing, Enchanting, Engineering, Herbalism, Leatherworking, Mining, Skinning, & Tailoring.

secondary professions
Cooking, First Aid, & Fishing.

Eins og áður segir er einnig hægt að flokka atvinnugreinarnar eftir notagildi þeirra. Í þeirri flokkun er notað kerfi sem einhverjir ættu að kannast við úr grunnskóla. Frumvinnslugreinar (gathering), úrvinnslugreinar (production) og þjónustugreinar (service)

Gathering
Mining, Skinning, Fishing & Herbalism

Production
Engineering, Leatherworking, Tailoring, Alchemy, Blacksmithing, Cooking

Service
Enchanting, First Aid


stuttlega um atvinnumöguleikana

Það ræður ekki úrslitum um hversu góður WoW spilari þú ert, hvaða professions þú velur þér. Þannig að þó að ég nefni dæmi um hvaða profession hentar hinum og þessum clössum, þá endilega veljiði bara það sem ykkur finnst töff.

Alchemy

Alchemy er atvinnugrein þar sem að markmiðið er að búa til hin og þessi galdrameðöl sem að hjálpa þér og félögum þínum á ferðalögum í Azeroth. Healing og mana potions eru nauðsynleg viðbót í við hverja grúppu. Suma high lvl drykki er hægt að selja fyrir fínan pening í auction house.

Virkar best fyrir: í raun og veru geta allir classar grætt á því að vera alchemists. Það eina sem skiptir virkilega máli er að taka Herbalism sem hina primary atvinnugreinina, þar sem að nánast allt sem að þarf að nota í alchemy er hægt að fá með herbalism.

Blacksmithing

Þessi atvinnugrein miðar að því að smíða öflugar brynjur og vopn úr málmum. Góð vopn og verjur er hægt að selja fyrir dágóðan pening, og einnig gætu þessi vopn reynst notadrjúg fyrir spilarann sjálfan.

Virkar best með: Warrior og Paladin, því að þessir eru þeir einu sem geta notað þyngstu brynjurnar. Það er æskilegt að hafa mining sem hitt skillið svo að maður þurfi ekki að kaupa öll hráefnin.


Enchanting

Enchanting byggir á því að leggja álög á hluti til að gera þá öflugri. Vopn og verjur sem eru meðhöndluð á þennan hátt fá betri attributes. Þetta er atvinnugrein sem að þarfnast nokkru meiri athygli og pælinga en flestar hinar. Hráefnin í greinina fást með því að disenchanta aðra galdrahluti. Sumt þarf að kaupa.

Best fyrir: Í raun hvern sem er. Þessi grein getur verið soldið dýr í rekstri þannig að það getur verið fínt að taka eitthvað gathering skill með henni.

Engineering

Það verður enginn ríkur á því að vera verkfræðingur. En þessi grein er gjarna talin besta iðjan fyrir pvp spilara, þar sem að hinar ýmsu afurðir hennar geta verið mjög notadrjúgar í bardaga.

Best fyrir: Hvern sem er. Þetta er dýr grein, en það er hægt að lækka kostnaðinn verulega með því að taka mining sem hina primary greinina. Þannig er hægt að safna mestu af hráefnunum sjálfur í stað þess að þurfa að kaupa þau.

Herbalism

Tæknin í dag er orðin þvílík að nú getur maður setið á rassgatinu í tölvunni sinni og tínt blóm, í stað þess að þurfa að hlaupa út í haga að eltast við fífla. Herbalism er gathering profession og þess vegna er hægt að græða á henni, en þó ekki eins mikið og mining og skinning.

Virkar fyrir: Hvern þann sem að er með Alchemy. Þessar tvær eru “like this” og það er sjaldgæft að nokkur maður taka aðra án hinnar.

Leatherworking

Þessi atvinnugrein miðar að því að búa til léttari verjur og klæði úr leðri. Það er líka hægt að fá sæmilegan pening fyrir unnið leður í auction house. En hráefnin fyrir leatherworking eru dýr þannig að það er það er gott að taka skinning í leiðinni til að losna við þann kostnað.

Best fyrir: Shamans, hunters, druids og rogues. Þegar þú ert kominn með hátt skill í leatherworking þá geturðu líka búið til mail class brynjur (ekki plate class sem er bara fyrir pallys og warrs).

Mining

Þetta er einhver allra arðsamasta atvinnugreinin, sérstaklega þar sem að hún er hráefnaskaffari bæði fyrir engineering og blacksmithing. þú getur ekki búið til neina netta hluti nema að læra aðra þessara greina með, en þú getur grætt fínan pening.

virkar vel með: öllum sem langar að eiga pening. Einnig er þessi grein nauðsyn fyrir þá sem stefna á járnsmið eða verkfræðing.

Skinning

Þetta er þriðja og síðasta frumvinnslugreinin af primary atvinnumöguleikunum. Þú getur grætt mjög góðan pening á skinning, og það er auðvelt að verða sér úti um dauð dýr… þú bara drepur þau sem eru lifandi. Þessi grein er mjög mikilvæg fyrir þá sem ætla út í leatherworking til að skaffa hráefni.

Best fyrir: alla sem langar að græða pening og sérstaklega þá sem að vilja læra leatherworking. einnig gott fyrir fólk sem að soloar mikið og gefur sér tíma í að skinna hvert einasta kvikindi.

Tailoring

Allir góðir mmorpg þurfa að hafa saumakellingar. klæðskerastarfið miðar að því að sauma cloth, sem er léttasta vörnin sem world of warcraft býður upp á. Hráefnunum fyrir tailoring er aflað með því að drepa æðri (humanoid) skrímsli. og þau kvikindi eru auðfundin.

gott fyrir: priests, mages & warlocks. Einnig fínn möguleiki fyrir þá sem að vilja ekki taka svona combo af greinum, því að tailoring stendur sjálf undir sér.

Ég ætla ekki að fjalla sérstaklega um secondary atvinnugreinarnar, því að þið getið hvort sem er tekið þá alla og prófa ykkur áfram.

Ýmsar upplýsingar

1. Hugmyndir að möguleikum ykkar fyrir primary professions. Tek fram að þetta er ALLS EKKI NAUÐSYNLEGT EÐA ENDANLEGT.

Druid - Skinning/Leatherwork
Hunter - Skinning/Leatherwork eða Mining/Engineering
Mage - Tailoring/Enchanting eða Skining/Tailoring
Paladin - Mining/Blacksmithing
Priest - Tailoring/Enchanting eða Skinning/Tailoring
Rogue - Hebalism/Alchemy eða Skinning/Leatherwork
Shaman - Skinning/Leatherwork
Warlock - Tailoring/Enchanting eða Skinning/Tailoring
Warrior - Mining/Blacksmithing

2. Til að græða sem mestan pening getur verið gott að taka tvær gathering greinar, og hafa menn sérstaklega mælt með skinning/mining

3. Professions eru lærðar hjá profession masterum. Mismunandi masterar kenna þér mismunandi hátt stig greinarinnar. Til að finna profession master er best að fara bara inn í eina af stóru borgunum og biðja npc-guard um aðstoð.

4. Þú bætir skillin þín í ákveðinni profession með því að stunda hana. T.d. með því að sauma skyrtu f. tailor, eða að flá dautt dýr fyrir skinning. 300 er max skillið sem hægt er að ná í ákveðinni grein.

4. ranks í professions og lvl til að læra þær

Apprentice (1-75) Lvl 5
Journeyman (50-150) Lvl 10
Expert (125-225) Lvl 20
Artisan (200-300) Lvl 35

Í secondary profession lærirði expert og artisan ekki hjá trainer, heldur þarftu að leysa ákveðna quest.

———————————————————-

Ef að einhver hefur nennt að lesa alla leiðina hingað niður þá er sá hinn sami hugrakkur, en smávegis sérstakur náungi. Ég vona að þetta verði ykkur til gagns og gamans í warcraft heiminum, og ég hvet aðra endilega til að skrifa svona bálka til þess að vekja áhuga fleiri á leiknum.
Pálmar