Leiðréttið mig ef að ég er að fara með rangt mál.

á Iceland Motopark heimasíðunni, http://www.icelandmotopark.com, stendur að Jarðvélar ehf. sjái um uppbyggingu svæðisins og hafi byrjað framkvæmdir 1. Mars 2007.

Í fréttum frá RÚV um seinagang í framkvæmdum á tvöföldun Reykjanesbrautar frá 21.12.07, http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item183674/, segir að Jarðvélar ehf. virðist vera komið í þrot, erlendir starfsmenn flestir farnir af landinu, þeir fáu starfsmenn sem eru eftir hafa lítið eða ekkert fengið borgað og búið sé að taka mikið af vinnuvélum fyrirtækisins upp í skuldir.

Vegagerðin gaf Jarðvélum ehf. frest til þess að sýna fram á fjárhagslega getu til að klára verkið og ef ekki reynist hægt að gera það þá yrði verkið tekið af þeim.


þannig að ég spyr; hvaða áhrif hefur þetta á framkvæmdir Iceland MotoPark? Hvernig ganga framkvæmdir þar? og Hvenær eru áætluð verklok?

ég vona að einhver hérna geti komið með svör við einhverju af þessu því ég var búinn að leita töluvert og fann ekkert um þetta.