Ford GT 2006 Jamm og já. Belive it or not. Sýningin er á laugardaginn í Bílabúð Benna. Þetta var ábyggilega skásta myndin sem ég fann af honum svona í fljótu bragði. Glæsilegur bíll.

Aðspurður sagðist sölumaðurinn sem ég talaði við ekki vita hvort einhver hér myndi eftilvill kaupa hann eða skoða fyrir alvöru eða hvort hann yrði seldur úr landi. Það væri ekkert verra að spóka sig um á þessum kagga.

En ein athugasemd sem ég geri við þetta allt saman. Ford GT í Porsche umboðinu. Verð að viðurkenna það að engu öðru umboði dytti í hug að flytja þennann inn enda er Benni án efa einn mesti dellukall landsins í þessum málum.
Datt Brimborg í hug að flytja hann inn? Onei!