Bilar Skoda hefur nú birt fyrstu myndir af Wagon útgáfu af Octavia RS en bíllinn fer fljótlega í sölu undir nafninu Skoda Octavia RS Combi. Þetta er í raun nákvæmlega sami bíllinn og sedan útgáfan fyrir að vera Wagon og með litlum spoiler með innbyggðu ljósi aftast á þakinu. Bíllinn er með sömu 180 hö túrbóvél og er gefinn upp í 100 km/klst á 8.0 sekúndum miða við 7.9 hjá sedan útgáfunni. RS lína Skoda kemur svo enn til með að stækka seinna í haust þegar Skoda Fabia RS verður kynntur til sögunnar. Til gamans má svo geta að í Bílablað Moggans þessa helgina er birt reynluaksturgrein um Skoda Octavia RS.