Ég er að hugsa um að selja elskuna mína.

Það er Mazda Miata MX-5 árgerð 94.
Hún er rauð með brúnu (tan) leðri og blæjan er í sama lit.
Og reyndar meiri hlutinn af innréttingunni og teppið er það líka.
Hún er keyrð sirka 110 þús kílómetra (68 þús mílur).

Bíllinn er í ágætis standi og lakkið er mjög fínt. Hún var sprautuð fyrir uþb einu og hálfu ári síðan.

Þessi bíll er afturhjóladrifinn og er alveg ótrúlega skemmtilegur að keyra.

Með honum fylgir harðtoppur í sama lit (ég hef séð þá mislita!) og í bílnum mjög fínar græjur með bassakeilur inni í sætunum og hátalara inni í hauspúðunum. Það er þjófavörn og samlæsingar frá VIPER. Bíllinn er skráður 128 hestöfl orginal, og á þessum bíl er búið að setja 2,5“ rör frá pústgrein að aftasta kút.

Bíllinn virkar algjörlega og mjög fátt sem þarf að gera við hann.
Hann kemur á 16” felgum með lowprofile dekkjum (sem þarf reyndar að fara að skipta um).

Og fyrir þá sem ekki vita er þetta 2. sæta bíll.

Verðið sem maður hefur séð á þessum bílum hefur verið í kringum milljón, líklega aðeins neðar þar sem að ég skoðaði þetta seinast fyrir einhverju síðan.

Ég er sveigjanlegur þar sem að ég sé ekki fram á að geta átt bílinn sjálfur með skóla þannig að öll tilboð mun ég skoða.

Meiri upplýsingar fást:
- email: arnib@data.is
- sími: 862-6862
- eða með því að pósta á þráðinn (ég reyni að skoða það eins oft og ég get).


Árni.