Vegna fjölda fyrispurna kemur smá pistill um innsendar myndir.

hugi.is setur þær forkröfur að myndir megi ekki vera stærri en 350 pixelar á hæð og 278 pixelar á breidd og einnig skal stærð myndar vera undir 32kb.

Til þess að vera undir stærðarmörkum er best að hafa myndina á jpg eða gif formi.

Ef myndin er stærri en uppgefin stærðarmörk leyfa fá menn villuboð. Þá er eina ráðið að minnka myndina og reyna aftur. Búi menn ekki yfir græjum til að resize-a myndir bendum við gjarnan á forrit sem nefnist Irfanview. Það er mjög einfalt í notkun og má nálgast á www.irfanview.com

Svo komum við að dularfulla hlutanum. Hann er tvíþættur.

Í fyrsta lagi virðast menn fá villuboð þó að myndin sé undir stærðarmörkum. Þetta er óútskýrt og er eina ráðið að minnka hana aðeins og senda aftur inn.

Hitt atriðið er enn furðulegra en það lýsir sér í því að menn senda inn mynd sem er undir stærðarmörkum og fá engin villuboð en samt kemur hún ekki inn til stjórnenda. Þetta er einnig óútskýrt og hefur verið vandamál hér eins lengi og undirritaður man eftir. Þetta virðist þó einungis gera vart við sig ef myndirnar eru á stærðarbili 270 til 278 pixelar miða við breidd. Því er góð þumlaputtaregla að hafa myndirnar ekki mikið stærri en 270 pixelar að breidd.

Vonandi svarar þetta einhverjum spurningum :)

Þeim sem nenntu að lesa alla leið hingað er svo auðvitað bent á að senda inn myndir því að það hefur lítið borið á slíkum innsendingum undanfarið.