Kraftur í Ömmu gömlu!

Við fórum saman félagarnir í ónefnda malarnámu hér í lok sumars í þeim tilgangi að ljúka ævi bifreiðar eins okkar. Umræddur bíll var af gerðinni Pontiac Grand Am, árgerð ´87 held ég. Þegar á svæðið var mætt voru settir upp hálskragar og hjálmar, beltin spennt og síðan var brunað inn eftir námunni. Að loknum miklum þrekraunum, einni affelgun og nokkrum festum var orðið ljóst að þessi undrabifreið myndi ekki gefa upp andann og var því haldið með bílinn til höfðingjanna í Vöku og hann færður þeim að gjöf. Meðfylgjandi myndir sína svo ekki verður um villst að þarna er sannkallað undratæki á ferð og væri jeppaáhugamönnum nær að fjárfesta í slíkri græju en mörgum af þeim torfærutrukkum sem nú bjóðast.

Þetta var nú bara örstutt smásaga og hefði ég gaman af að sjá fleiri slíkar hér á síðunni.
Daðmundur hinn spaki