Það verður nú að segjast eins og er að 5. umferð HM í ralli sem fór fram í Argentínu um sl. helgi var eitt það viðburðaríkasta rall sem rallunnendur hafa séð í langan langan tíma. Ef fara ætti ofan í alla þætti mynda það enda í langri grein en hér verður aðeins minnst á þátt Tommi Makinen sem ekur fyrir Subaru.

Makinen framkvæmdi einhverja þá rosalegustu rallíparkeringu sem sést hefur í WRC. Hann var á rúmlega 185 km hraða í 6 gír og í aflíðandi beygðu þegar hann missir bílinn út af og fer einar 7 til 8 veltur. Bíllinn endaði 100 metrum fyrir utan veginn og sluppu þeir félagar ómeiddir úr flugferðinni. Makinen hefur sjálfur líst þessu sem einu stærsta óhappi á rallferli sínum.

Veltan náðist á vídeo og hér kemur slóðin á það en þetta er um 6 mb. Takið sérstaklega eftir manninum í græna jakkanum þegar bíllinn fer í loftköstum út af. Ekki á hverjum degi sem menn fá rallíbíl fljúgandi rétt yfir hausinn.

http://www.procooling.com/~clegg/tommicrash.wmv

Hér eru svo nokkrar myndir. Fátt heilegt eftir af bílnum nema kannski efra húddskópið en eftir svona atvik geta menn gert sér grein fyrir hversu mikið lagt er í öryggi þessara bíla.

<IMG SRC="http://www.i-club.com/forums/attachment.php?s=e9e7587d809b1ce839c05096662365a2&postid=1970955“>

<IMG SRC=”http://upload.turbosport.co.uk/gallery5/20025222052835079.jpg“>

<IMG SRC=”http://upload.turbosport.co.uk/gallery5/20025222052256614.jpg">