Var að leita upplýsinga um Mazda RX-8 sem er væntanleg 2003 og er þegar búið að leyfa bílablaði að prufuaka prótótýpu af…

Rakst á brilliant animation sem sýnir hvernig innvolsið í Wankel (rotary) mótor vinnur. farið á:

http://www.mazdausa.com/futuremodels/default.asp?source=globalnav&zip=90026&did=42031&state=CA

Veljið RX-8 og þá fáið þið svona funky navigation chart, veljið þar Moving Pictures eða eitthvað í þá áttina og þá er val um 3 myndbönd. Þið sjáið hvert þeirra ég á við. :)

Ótrúlega flott. Takið eftir því að kasthjólið er þetta hringlaga á öðrum enda vélarinnar (well, duh :) og vélin er varla hærri en kasthjólið!

Mazda virðist hafa hitt á snilldarlausn við að búa til sportbíl sem er hægt að pakka þannig að hann geti skammarlaust borið 4 í þægindum. Ég gæti röflað endalaust um þennan bíl en takið bara eftir hve lágt húddið er m.v. 18“ felgurnar sem bendir til að þessi bíll sé afar lár en samt, 4 ALVÖRU sæti og farangursgeymsla. Og vélin er fyrir miðju, frammí ;)<br><br>”I might wan't a bagel to go with that coffee." -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints