Góðan dag bílamenn.
Um daginn var ég að keyra og þá slökktu rúðuþurrkurnar á sér. Ef ég kveiki á þeim þá heyrist í “mótornum” eða því sem heldur þeim gangandi… en þær hreyfast ekkert. Var að spá hvar ég get keypt nýjan mótor fyrir þetta og hvað það kostar sirka, og hvort það sé eitthvað mál að setja þetta sjálfur í bílinn.
Ef það hjálpar þá er ég með Nissan Almera 2000 árgerð.