925þ C-class benz, hafði samt verið með prófið í tæpt ár og keyrt slatta þá. Bíllinn er ennþá í toppstandi 2 árum seinna og þó ég hafi ekki haft hugmynd um hvað ég var að gera þegar ég keypti hann þá sé ég ekki eftir kaupunum.
Hinsvegar hefði kannski verið fínt að hafa einhvern sem vissi meira um bíla með mér þegar ég var að velja, fyndið að hugsa út í hvað ég vissi lítið um þetta.
Mæli eins og flestir hérna með einhverju á 100-300 þúsund, í sæmilegu standi sem á eitthvað eftir ef þú ert bara að leita að bíl til að koma þér frá A til B og/eða ef þú ert nýkominn með prófið. Skipta svo bara uppí eitthvað dýrara seinna ef þig langar til.
Ég fór ekki beint vel með fyrsta bílinn sem ég svona eiginlega átti (fósturpabbi minn átti hann, en var ekki með bílpróf og svona hálf gaf mér hann). Rispaði hann helling og skekkti stýrið og annað framdekkið og eitthvað :p
Þannig að já… geymdu dýrari bílana þangað til að þú hefur meiri reynslu :D en ekki kaupa eitthvað algert sorp á 30 þúsund kall sem hrynur í sundur mánuði seinna, frekar að eyða pínu pening í eitthvað sem á eitthvað eftir.