Nú er HM í ralli að byrja aftur á föstudaginn, undirrituðum til mikillar gleði. Það lítur reyndar út fyrir að Sýn komi ekki til með að sýna frá keppnunum eins og þeir gerðu í fyrra og er það náttulega bara skandall.

Það hafa ýmsar breytingar átt sér stað og eru þær helstu eftirfarandi:

Nú geta keppnisliðin tilnefnt 3 bíla til stiga í heimsmeistarakeppni framleiðenda í hverju ralli

Aldrei hafa eins margir ökumenn skipt um lið og fyrir tímabilið í ár og má þar nefna að Makinen er kominn til Subaru og Burns til Peugeot svo einhver dæmi séu nefnd.

Ford kynnti til sögunnar nýjan lit á bílana sína, svokallaðan Performance blue en fréttatilkynningin þeirra var svo loðin og ekki fylgdi nein mynd með svo að menn eru ekki alveg viss um hvernig þessi breyting verði útfærð því Martini og Telefonica eru enn aðalsponsorar.

Marlboro yfirgaf Mitsubishi sem aðalsponsor og fór svo og talaði við öll hin liðin en virðist svo vera kominn aftur til Mitsubishi. Alla vegana hefur Mitsubishi skráð liðið sitt undir nafninu Marlboro Mitsubishi Ralliart.

Og svo er það rúsínan í pylsuendanum en það er endurkoma 555 sem aðalsponsor Subaru og mun gamaltkunnug logo því sjást aftur á Subarubílunum. Þetta hefur þó enn sem komið er EKKI verið staðfest opinberlega en er virðist vera mjög líklegt af þeim fréttum og orðrómum sem hafa verið í gangi sl viku og má sem dæmi nefna að official vefur WRC talar um 555 Subaru Team í Preview Monte Carlo umfjöllun sinni.

Ef menn vilja fylgjast með tímum í beinni á föstudaginn og um helgina þá bendir undirritaður sem fyrr á www.rally-live.com þar sem fylgjast má með tímunum í beinni.