Er það ekki full mikil bjartsýni að finna einn til sölu hér, hvað þá einn ónýtan. Ég veit ekki betur en að hér hafi verið fimm bílar og þeir eru allir ennþá á götunni. Þrír svartir, einn hvítur og einn dökkblár.
Það finnast ótrúlega margir vélarhlutir á E-bay, ég myndi líka prófa að athuga partasölur í Bretlandi og Svíþjóð. Mér skilst að Svíar eigi fullt af þessum bílum. Síðan er ég ekki frá að nauðsynlegt væri að skoða aðra möguleika ef þeir koma til greina… t.d. skipting úr yngri M3 92-95 t.d.
Og meðan ég er að þessu hvernig fúnkerar rafmagnskerfi bílsins? Virkar OBC t.d.? Og hvernig gekk að fá þessa vél til að virka í bílnum? Ég er forvitinn…….. þetta er athyglisvert tæki í meira lagi:)
Kveðja.
Bebecar.