Bensínið verður lækkað um 4 krónur á miðnætti. Og ótrúlegt en satt en þá lækka öll olíufélögin jafn mikið. FÍB var búið að reikna út 5-6 kr lækkun en það þótti olíufélögunum full mikil af því góða.

Niðurstaðan er sú að líterinn af 95 okt kostar nú um 95 kr með fullri þjónustu og ætli líterinn sé þá ekki um 91 kr ef maður pumpar sjálfur.

Sorglegt að íslenskir bíleigendur séu að horfa á bensínverð yfir 90 krónum nú þegar heimsmarkaðsverð á bensíni er all time low.